Erlent

4 þúsund Svía saknað

Talið er að allt að fjögur þúsund Svía sé enn saknað eftir flóðin við Indlandshaf. Hátt í fimm hundruð Norðmanna er einnig saknað. Fregnir herma að mun fleiri Svía sé saknað á hamfarasvæðunum í Taílandi, en þeirra fjórtán hundruð, sem yfirvöld hafa talið hingað til. Samkvæmt úttekt sænska dagblaðsins geta þerir verið allt að þrjú þúsund og fimm hundruð þegar allt kemur til alls. Sænska utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að um 1.400 Svía væri saknað, en það er sami fjöldi og 3 stærstu ferðskrifstofurnar hafa lýst eftir. Talið er að að hátt í 400 Norðmanna sé saknað, 219 Dana og um 200 Finna. Stjórnvöld þesara landa hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nægilega skjótt við ástandinu, en yfirvöld vísa slíkri gagnrýni alfarið á bug. MIkil sorg ríkir í Skandinavíu vegna hamfaranna og ljóst er að þetta er mesta mannfall í þessum löndum á friðartímum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×