Erlent

Sontag látin

Bandaríski rithöfundurinn og baráttukonan Susan Sontag er látin, 71 árs að aldri. Banamein hennar var hvítblæði. Frægasta bók hennar er The Volcano Lover en hún var þó helst þekkt fyrir styttri ritgerðir sínar. Sontag tók virkan þátt í stjórnmálum og baráttu fyrir mannréttindum. Sontag var virkur þátttakandi í mótmælum rithöfnda vegna dauðadóms Salmans Rushdie.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×