Erlent

5 milljónir skortir nauðsynjar

Talið er að allt að fimm milljónir manna skorti brýnustu lífsnauðsynjar eftir náttúruhamfarirnar við Indlandshaf. Ýmist skorti drykkjarvatn, mat eða eða lágmarks heilsugæslu. Hinar ýsmu stofnanir Sameinuðu þjóðanna einbeita sér nú að því að koma þessu fólki til hjálpar, ekki síst í ljósi þess að drepsóttir geta auðveldlega blossað upp við þessar kringumstæður. Tala látinna nálgast nú sjötíu þúsund manns. Flestir hafa látið lífið í Aceh-héraði á Indónesíu en eyðileggingin er hvað mest á Sri Lanka þar sem allt stjórn- og efnahagskerfi er lamað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×