Erlent

Dularfull viðskipti með Yukos

Það vakti furðu fyrr í vikunni þegar dularfullt, áður óþekkt fyrirtæki, með höfuðstöðvar sínar í farsímaverslun úti í sveit, keypti stærstu eignir rússneska olíufyrirtækisins Yukos á uppboði. Atburðir næturinnar eru ekki síður dularfullir en þó ekki óviðbúnir. Rússneska ríkisolíufyrirtækið Rosneft hefur keypt Baikal Finance Group, fyrirtækið sem keypti eignir Yukos. Ekki er gefið uppi hversu mikið greitt var fyrir Baikal, sem sérfræðingar sögðu þegar í stað að væri til þess eins ætlað að fela eða auðvelda kaup ríkisfyrirtækjanna á eignum Yukos. Kaupin jafngilda því að ellefu prósent af olíuframleiðslu Rússa séu nú í eigu ríkisins. Rosneft verður innan skamms sameinað Gazprom, hinu rússneska ríkisolíufyrirtækinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×