Erlent

Fríverslunarsamningur fjandvina

Tyrkir og Sýrlendingar skrifuðu í dag undir fríverslunarsamning sín á milli, að sögn til að styrkja samkipti landanna og þá meðal annars með hliðsjón af ástandinu í nágrannaríkinu Írak. Lengi hefur verið grunnt á því góða hjá þjóðunum og voru þær nálægt því að fara í stríð árið 1998 vegna ásakana Tyrkja um að skæruliðar sem væru þeim óvinveittir fengju að starfa óáreittir í Sýrlandi. Helsta ágreiningsefni þjóðanna í gegnum tíðina hefur þó verið um eignarrétt landssvæða og vatnsbóla. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Evrópusambandið tók þá umdeildu ákvörðun að hefja aðildarviðræður Tyrkja en Sýrlendingar eru sagðir vilja koma á nánari samskiptum við Evrópusambandið en verið hefur hingað til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×