Erlent

Sjómaður sóttur í suðurhöf

Lífshættulega veikum, portúgölskum sjómanni var bjargað úr spænskum togara og fluttur í ástralskt varðskip á föstudag. Sjómaðurinn var sóttur í skipið skammt undan Suðurskautslandinu og var þegar haldið með hann áleiðis til Fremantle í Ástralíu. Skipverjar ástralska varðskipsins hafa gefið meðvitundarlausum sjómanninum blóð. Skipið er væntanlegt í höfn á jóladag enda átti það í gær 2000 sjómílna (3.700 kílómetra) siglingu til hafnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×