Rannsóknartengt framhaldsnám 20. desember 2004 00:01 Málefni Háskóla Íslands - Eyþór Kristjánsson læknir Í umræðum um fjárhagsstöðu Háskóla Íslands hefur verið fjallað um hvort réttlætanlegt sé að taka upp skólagjöld. Í þessari umræðu hefur ekkert komið fram um þá staðreynd að stærstur hluti kostnaðar nemenda í rannsóknartengdu framhaldsnámi við HÍ fellur í raun á nemandan sjálfan. Það má því segja að HÍ hafi þegar tekið upp skólagjöld fyrir þá nemendur sem innritast í masters-doktorsnám. Til upplýsingar þá tóku prófessorar í lífvísindum við HÍ sig saman í fyrra og reiknuðu út kostnað við 2já ára mastersnám annars vegar og 5 ára doktorsnám í lífvísindum við HÍ hins vegar. Niðurstaðan var að mastersnám kostar að meðaltali 10-12 milljónir og doktorsnám 24-30 milljónir. Það sjá allir að heimilsbókhald nemenda getur ekki staðið undir þessum kostnaði. Það lýsir ábyrgðarleysi að auglýsa HÍ sem rannsóknarnámsháskóla án þess að hafa fjármagn til að standa undir kostnaði við 26 földun nemanda í rannsóknartengu framhaldsnámi s.l. 7 ár. Vandinn er þríþættur: 1. Aðstöðuleysi: Vegna aðstöðuleysis við HÍ verður stór hluti nemenda að stunda námið í skrifstofuherbergjum út í bæ með tilheyrandi kostnaði. Þetta lítur heldur ekki vel út þegar nemendur birta niðurstöður sínar í erlendum vísindatímaritum. Sem dæmi: N.N Faculty of Medicine, University of Iceland, Skuggagata 6, kjallari til hægri! 2. Framfærslukostnaður: Fyrir utan aðstöðuleysið er skortur á fjármagni ennþá stærra vandamál fyrir HÍ. Á Norðurlöndum t.d. titla nemendur í doktorsnámi sig doktorstyrkþega þar sem ákveðin fjöldi stöðugilda í doktorsnám er auglýstur við hvern háskóla þar sem nemendur fá framfærslustyrk. Þar er ekki ótakmarkaður fjöldi nemenda tekinn inn sem virðist vera eina stefnan hvað varðar rannsóknartengt framhaldsnám við HÍ. Þetta er slæm stefna vegna þess að hún bitnar ílla á öllum. Það er mjög ámillisvert að fé til Rannsóknarnámssjóðs hefur ekki aukist í takt við 26 földun rannsóknarnema við HÍ . Mér er spurn: Hvernig var þetta eiginlega hugsað í upphafi af stjórnendum HÍ? Það er velþekkt alþjóðlegt vandamál að það hefja miklu fleiri í doktorsnám en ljúka prófum. Í Bandríkjunum kom í ljós að þeir háskólar sem stóðu sig best voru þeir skólar þar sem best var búið um nemendur, bæði hvað varðar aðstöðu og fjármagn. Þetta kemur varla á óvart. Það sem er áhugavert er að það var sérstaklega tekið fram hve mikilvægt það er fyrir nemdendur sem eru að byrja ransóknarnám að fá stuðning frá þeim sem lengra eru komnir. Það gerist ekki hér á Íslandi því allir eru í sínu horni og eru meira uppteknir af því að hafa í sig og á en að stunda fræðin. Ég spái því að það verði mikið brottfall nemenda í doktorsnámi við HÍ. 3. Rannsóknarkostnaður: Það er ekkert leyndarmál að kostnaður við framkvæmd rannsókna er umtalsverður. Þrátt fyrir að Landspítalinn hafi fengið nafnið Landspítali-háskólasjúkrahús er ekkert samkomulag á milli þessara stofnana um hver eigi að borga brúsan þegar rannsóknarnemar stunda sínar rannsóknir á Landspítalanum. Undiritaður framkvæmdi þrjár rannsóknir á röntgendeild við Hringbraut efir lokun á daginn en varð að bogra starfsfólki spítalans úr eigin vasa fyrir aðstoð við framkvæmd rannsóknanna. Til hvers var nafni HÍ bætt við nafn Landspítalans? Nú segja margir að opinberir styrkir hefðu átt að borga þennan rannsóknarkostnað. Rannís er nánast eini sjóðurinn sem styrkir rannsóknir alíslenskra stofnana og fyrirtækja. Þegar nemar sækja um styrk hjá Rannís eru þeir að keppa við ríkisstofnanir, hlutafélög og einkafyrirtæki um fjármagn. Þegar undirritaður sótti um styrk hjá Rannís fyrir árið 2001 fékk umsóknin einkunnina A af fagráði en enga peninga. Margir þekkja þessa afgreiðslu mála. Á sama ári fengu fyrirtækin Össur og Marel fjórar milljónir hvort fyrirtæki frá Rannís, sem svaraði 0.08% af heildarveltu þessara fyrirtækja árið 2001. Þessi fyritæki eru bæði á hlutabréfamarkaði. Hvaða möguleika eiga rannsóknarnemendur í þessu styrkumhverfi? Margir ráðamenn tala um mikilvægi rannsókna og vísinda fyrir íslenskt samfélag. En því miður þá passar kortið og landsalgið ekki saman í þessum málaflokk. Það er mikil hneysa fyrir HÍ og íslenskt samfélag hvernig er búið að rannsóknartengdu framháldsnámi við HÍ. Eitt er víst að prófessorar við HÍ sem hafa stundað sitt rannsóknarnám erlendis hefðu ekki gefið sínum háskóla háa einkunn ef þar hefði verið staðið eins að málum og við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Málefni Háskóla Íslands - Eyþór Kristjánsson læknir Í umræðum um fjárhagsstöðu Háskóla Íslands hefur verið fjallað um hvort réttlætanlegt sé að taka upp skólagjöld. Í þessari umræðu hefur ekkert komið fram um þá staðreynd að stærstur hluti kostnaðar nemenda í rannsóknartengdu framhaldsnámi við HÍ fellur í raun á nemandan sjálfan. Það má því segja að HÍ hafi þegar tekið upp skólagjöld fyrir þá nemendur sem innritast í masters-doktorsnám. Til upplýsingar þá tóku prófessorar í lífvísindum við HÍ sig saman í fyrra og reiknuðu út kostnað við 2já ára mastersnám annars vegar og 5 ára doktorsnám í lífvísindum við HÍ hins vegar. Niðurstaðan var að mastersnám kostar að meðaltali 10-12 milljónir og doktorsnám 24-30 milljónir. Það sjá allir að heimilsbókhald nemenda getur ekki staðið undir þessum kostnaði. Það lýsir ábyrgðarleysi að auglýsa HÍ sem rannsóknarnámsháskóla án þess að hafa fjármagn til að standa undir kostnaði við 26 földun nemanda í rannsóknartengu framhaldsnámi s.l. 7 ár. Vandinn er þríþættur: 1. Aðstöðuleysi: Vegna aðstöðuleysis við HÍ verður stór hluti nemenda að stunda námið í skrifstofuherbergjum út í bæ með tilheyrandi kostnaði. Þetta lítur heldur ekki vel út þegar nemendur birta niðurstöður sínar í erlendum vísindatímaritum. Sem dæmi: N.N Faculty of Medicine, University of Iceland, Skuggagata 6, kjallari til hægri! 2. Framfærslukostnaður: Fyrir utan aðstöðuleysið er skortur á fjármagni ennþá stærra vandamál fyrir HÍ. Á Norðurlöndum t.d. titla nemendur í doktorsnámi sig doktorstyrkþega þar sem ákveðin fjöldi stöðugilda í doktorsnám er auglýstur við hvern háskóla þar sem nemendur fá framfærslustyrk. Þar er ekki ótakmarkaður fjöldi nemenda tekinn inn sem virðist vera eina stefnan hvað varðar rannsóknartengt framhaldsnám við HÍ. Þetta er slæm stefna vegna þess að hún bitnar ílla á öllum. Það er mjög ámillisvert að fé til Rannsóknarnámssjóðs hefur ekki aukist í takt við 26 földun rannsóknarnema við HÍ . Mér er spurn: Hvernig var þetta eiginlega hugsað í upphafi af stjórnendum HÍ? Það er velþekkt alþjóðlegt vandamál að það hefja miklu fleiri í doktorsnám en ljúka prófum. Í Bandríkjunum kom í ljós að þeir háskólar sem stóðu sig best voru þeir skólar þar sem best var búið um nemendur, bæði hvað varðar aðstöðu og fjármagn. Þetta kemur varla á óvart. Það sem er áhugavert er að það var sérstaklega tekið fram hve mikilvægt það er fyrir nemdendur sem eru að byrja ransóknarnám að fá stuðning frá þeim sem lengra eru komnir. Það gerist ekki hér á Íslandi því allir eru í sínu horni og eru meira uppteknir af því að hafa í sig og á en að stunda fræðin. Ég spái því að það verði mikið brottfall nemenda í doktorsnámi við HÍ. 3. Rannsóknarkostnaður: Það er ekkert leyndarmál að kostnaður við framkvæmd rannsókna er umtalsverður. Þrátt fyrir að Landspítalinn hafi fengið nafnið Landspítali-háskólasjúkrahús er ekkert samkomulag á milli þessara stofnana um hver eigi að borga brúsan þegar rannsóknarnemar stunda sínar rannsóknir á Landspítalanum. Undiritaður framkvæmdi þrjár rannsóknir á röntgendeild við Hringbraut efir lokun á daginn en varð að bogra starfsfólki spítalans úr eigin vasa fyrir aðstoð við framkvæmd rannsóknanna. Til hvers var nafni HÍ bætt við nafn Landspítalans? Nú segja margir að opinberir styrkir hefðu átt að borga þennan rannsóknarkostnað. Rannís er nánast eini sjóðurinn sem styrkir rannsóknir alíslenskra stofnana og fyrirtækja. Þegar nemar sækja um styrk hjá Rannís eru þeir að keppa við ríkisstofnanir, hlutafélög og einkafyrirtæki um fjármagn. Þegar undirritaður sótti um styrk hjá Rannís fyrir árið 2001 fékk umsóknin einkunnina A af fagráði en enga peninga. Margir þekkja þessa afgreiðslu mála. Á sama ári fengu fyrirtækin Össur og Marel fjórar milljónir hvort fyrirtæki frá Rannís, sem svaraði 0.08% af heildarveltu þessara fyrirtækja árið 2001. Þessi fyritæki eru bæði á hlutabréfamarkaði. Hvaða möguleika eiga rannsóknarnemendur í þessu styrkumhverfi? Margir ráðamenn tala um mikilvægi rannsókna og vísinda fyrir íslenskt samfélag. En því miður þá passar kortið og landsalgið ekki saman í þessum málaflokk. Það er mikil hneysa fyrir HÍ og íslenskt samfélag hvernig er búið að rannsóknartengdu framháldsnámi við HÍ. Eitt er víst að prófessorar við HÍ sem hafa stundað sitt rannsóknarnám erlendis hefðu ekki gefið sínum háskóla háa einkunn ef þar hefði verið staðið eins að málum og við HÍ.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar