Erlent

Eldsvoði í ferju

Eldur braust út í ferju sem flutti nokkur hundruð manns frá Sikiley til meginlands Ítalíu. Ferjan var dregin til baka til hafnar. Enginn slasaðist alvarlega en margir fengu áfall og brustu í grát eftir að hafa eytt nóttinni í rafmagnslausri ferjunni. Eldsupptök eru enn óljós. Skipið var á leið frá Palermo til Napolí þegar rafmagnið fór skyndilega af. Rafmagnsleysið og eldsupptökin eru talin tengjast. Talið er að tveir keppnishestar sem voru um borð hafi drepist en lögreglumaður á staðnum gat þó ekki staðfest það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×