Erlent

Montaði sig af barninu

Lisa Montgomery var á föstudag kærð fyrir að hafa kyrkt konu til bana og rænt barni hennar úr móðurkviði. Barnið er við góða heilsu. Montgomery og maður hennar gengu um með barnið á veitingastað og montuðu sig af því nokkrum tímum áður en þau voru handtekin. Upp komst um Montgomery þegar farið var í gegnum skilaboðasendingar hinnar látnu, Bobbi Jo Stinnett, en Montgomery hafði komið á heimili hennar undir því yfirskini að ætla að kaupa hund af henni. Þær höfðu skipst á skilaboðum á netinu áður. Montgomery játaði á sig glæpinn undir yfirheyrslu. Hún á tvö börn á menntaskólaaldri og hafði sagt fólki áður að hún væri ólétt og gengi með tvíbura. Þegar hún sýndi barn Stinnett kvaðst hún hafa misst annan tvíburann við fæðinguna. Morð á óléttum konum eru algengari en margir halda, Samkvæmt Washington Post hafa 1.367 óléttar konur verið myrtar í Bandaríkjunum frá árinu 1990. Kannanir sýna að meiri líkur eru á að ólétt kona sé myrt en að hún deyi af náttúrulegum orsökum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×