Erlent

Efnavopna Ali yfirheyrður

Ali Hassan al-Majid, fyrrverandi hershöfðingi og náfrændi Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var leiddur fyrir dómara í gær og spurður spjörunum úr. Yfirheyrslan var hluti af rannsókn á stríðsglæpum al-Majids, sem er betur þekktur sem efnavopna-Ali. Réttarhöld yfir tólf fyrrum háttsettum íröskum ráðamönnum sem sakaðir eru um stríðsglæpi eru ekki hafin. Yfirheyrslan í gær þykir samt gefa til kynna að réttarhöld séu á næsta leyti. Efnavopna-Ali er meðal annars talinn bera ábyrgð á efnavopnahernaði gegn Kúrdum í norðurhluta Íraks árið 1988.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×