Baugur hagnast um 2 milljarða 17. desember 2004 00:01 Baugur hefur þegar hagnast um tæpa tvo milljarða á kaupunum á Magasin du Nord. Dönskum kaupsýslumönnum vex þetta í augum og ekki bætti um betur þegar forstjóri Icelandair sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið gæti hugsað sér að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk Air eða Sterling. Eigendur Magasín seldu Jyske bank fasteign sína við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn fyrir ríflega milljarð danskra króna fyrir hálfu ári en fyrri eigendur héldu forksupsrétti. Baugur hefur nú eignast tæp 70 prósent í Magasín og þar með forkaupsréttinn og greinir danska viðskiptablaðið Börsen frá því að Baugur sé þegar búinn að tryggja sér kaupanda að fasteigninni. Verðið er a.m.k. 20 prósentum hærra en eignin var metin á fyrir hálfu ári og Baugur því að hagnast um tæpa tvo milljarða á viðskiptunum strax að sögn blaðsins. Baugur ætlar svo að leigja húsnæðið af kaupendunum. Nokkrir smærri hluthafar sem enn eiga í Magasín telja því yfirtökutilboð Baugs í þau hlutabréf sem fyrirtækið á ekki nú þegar vera allt of lágt. Við þá gremju sem virðist krauma í danska viðskiptalífinu vegna yfirtöku Baugs bættist svo að Sigurður Helgason, forstjóri Icelandair, sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið væri til í að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk eða Sterling. Þau eiga bæði í rekstarerfiðleikum og er gengi hlutabréfa í þeim með lægsta móti. Sigurður sló þó engu föstu og tók fram að félögin þyrftu að taka til í fjármálum sínum áður en þau yrðu söluvara. Allt um það, þá er þetta nóg til þess að Danir velta því nú fyrir sér hvort þeir eigi líka að horfa á eftir þessum rótgrónu dönsku félögum yfir til Íslendinga og Dani úr þarlendum fjármálaheimi orðaði það svo í gær að með kaupunum á Magasín væru Íslendingar fyllilega búnir að hefna fyrir 14-2 ósigurinn á knattspyrnuvellinum forðum daga - og nú væru Danir komnir í vörnina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Sjá meira
Baugur hefur þegar hagnast um tæpa tvo milljarða á kaupunum á Magasin du Nord. Dönskum kaupsýslumönnum vex þetta í augum og ekki bætti um betur þegar forstjóri Icelandair sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið gæti hugsað sér að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk Air eða Sterling. Eigendur Magasín seldu Jyske bank fasteign sína við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn fyrir ríflega milljarð danskra króna fyrir hálfu ári en fyrri eigendur héldu forksupsrétti. Baugur hefur nú eignast tæp 70 prósent í Magasín og þar með forkaupsréttinn og greinir danska viðskiptablaðið Börsen frá því að Baugur sé þegar búinn að tryggja sér kaupanda að fasteigninni. Verðið er a.m.k. 20 prósentum hærra en eignin var metin á fyrir hálfu ári og Baugur því að hagnast um tæpa tvo milljarða á viðskiptunum strax að sögn blaðsins. Baugur ætlar svo að leigja húsnæðið af kaupendunum. Nokkrir smærri hluthafar sem enn eiga í Magasín telja því yfirtökutilboð Baugs í þau hlutabréf sem fyrirtækið á ekki nú þegar vera allt of lágt. Við þá gremju sem virðist krauma í danska viðskiptalífinu vegna yfirtöku Baugs bættist svo að Sigurður Helgason, forstjóri Icelandair, sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið væri til í að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk eða Sterling. Þau eiga bæði í rekstarerfiðleikum og er gengi hlutabréfa í þeim með lægsta móti. Sigurður sló þó engu föstu og tók fram að félögin þyrftu að taka til í fjármálum sínum áður en þau yrðu söluvara. Allt um það, þá er þetta nóg til þess að Danir velta því nú fyrir sér hvort þeir eigi líka að horfa á eftir þessum rótgrónu dönsku félögum yfir til Íslendinga og Dani úr þarlendum fjármálaheimi orðaði það svo í gær að með kaupunum á Magasín væru Íslendingar fyllilega búnir að hefna fyrir 14-2 ósigurinn á knattspyrnuvellinum forðum daga - og nú væru Danir komnir í vörnina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Sjá meira