Erlent

Þrír falla í Ísrael

Þrír palestínskir vígamenn féllu á Gaza-ströndinni í gær eftir að hafa ráðist á ísraelska varðstöð og bifreiðar ísraelska hersins á miðvikudag. Þeir sem féllu tilheyrðu Islömsku Jihad, Al-Aqsa og Abu Rish sem tilheyrir Fatah-hreyfingunni. Fimm Ísraelsmenn, fjórir hermenn og einn borgari, særðust. Samkvæmt tölum AFP hafa 4.622 látist síðan í september 2000, þegar uppreisn Palestínumanna hófst, þar af 3.579 Palestínumenn og 968 Ísraelar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×