Erlent

Hneykslismál í bresku stjórninni

Hneykslismál skók breskan stjórnmálaheim í gærkvöldi þegar innanríkisráðherra Bretlands, David Blunket, sagði af sér. Afsögnin kom í kjölfar uppljóstrana um að hann hefði meðal annars beitt sér fyrir því að erlend kona fékk landvistarleyfi með hraði. Að auki voru safaríkar fréttir af einkalífi Blunketts áberandi á síðum breskra dagblaða, en hann átti í sambandi við gifta konu, taldi sig sig föður barnsins hennar og vildi fá að eyða tíma með þeim, sem þau höfðu ekki áhuga á. Brotthvarf Blunketts kom ekki sérstaklega á óvart og segja fréttaskýrendur að hann hafi sagt af sér áður en hann var rekinn. Þrátt fyrir það þykir afsögnin slæm tíðindi fyrir Tony Blair sem skipaði menntamálaráðherrann Charles Clarki í stöðu innanríkisráðherra í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×