Erlent

Slasaðir eftir eld í kvikmyndahúsi

Yfir hundrað manns slösuðust þegar eldur kviknaði í kvikmyndahúsi í Istanbúl í Tyrklandi í gærkvöldi. Hundruð gesta voru við frumsýningu nýrrar tyrkneskrar myndar þegar eldurinn kviknaði. Töluverður fjöldi gesta varð fyrir reykeitrun, en talið er að eldurinn hafi kviknað út frá kertum sem notuð voru sem skreyting á frumsýningunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×