Bílar keyptir á uppboði á ebay 14. desember 2004 00:01 Sprenging hefur orðið í innflutningi einstaklinga á bílum frá Bandaríkjunum. Bíleigendur eru nú í auknum mæli farnir að notfæra sér Netið til að kaupa sér bíl og panta sér jafnvel bíl á uppboðsvefnum ebay.com. Dæmi eru um að menn hafi borgað hundruðum þúsunda króna minna fyrir bílana með því að kaupa þá sjálfir í Bandaríkjunum en þeir hefðu borgað fyrir þá hérlendis. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að þessi áhugi einstaklinga á bílakaupum í Bandaríkjunum haldist í hendur við lágt gengi dollarans. Aukningin hafi í raun hafist í fyrra þegar dollarinn byrjaði að lækka. Hann segir að vissulega fylgi því áhætta að kaupa bíl á Netinu. Fólk geti bæði verið heppið og óheppið. Dæmi séu um að menn hafi óaðvitandi keypt bíla sem hafi lent í tjóni og séu skráðir tjónabílar. Það geti reynst mönnum dýrkeypt því erfitt geti reynst að losna við slíka bíla hérlendis. Pallbílar vinsælir Töluvert hefur borið á bandarískum pallbílum á vegum landsins undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá tollstjóraembættinu er helsta skýringin á því hversu lágt vörugjaldið er af þessum bílum. Pallbílarnir eru flokkaðir sem atvinnubifreiðar og bera því lægri vörugjöld en einkabifreiðar eða aðeins 13 prósent. Líklegt er að þessu verði breytt því eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrir mánuði síðan er fjármálaráðuneytið að skoða til hvaða ráðstafana megi grípa til að tryggja að ökutæki sem bera þrettán prósenta vörugjald verði einungis notuð í atvinnuskyni.Fréttablaðið ræddi við mann sem keypti sér nýlega bíl á ebay og sagðist hann hæstánægður. Maðurinn sem vildi ekki láta nafn síns getið segist sjálfur hafa farið út og skoðað bílinn áður en hann hafi gengið endanlega frá kaupunum. Þannig hafi hann getað gengið úr skugga um að ekkert væri að bílnum sem hann var að flytja heim til Íslands. Hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík fengust þær upplýsingar að innflutningur einstaklinga á bifreiðum frá Bandaríkjunum hefðu aukist talsvert undanfarna mánuði. Þegar verið er að flytja inn bíl erlendis frá borgar einstaklingar þrenns konar opinber gjöld: vörugjald, virðisaukaskatt og um þrjú þúsund króna úrvinnslugjald. Upphæð vörugjalds fer eftir stærð vélar bifreiðarinnar. Ef bíllinn er með minna en tveggja lítra vél þá er greitt 30 prósenta vörugjald en ef bíllinn er með með meira tveggja lítra vel þá er vörugjaldið 45 prósent. Vörugjaldið er greitt af upphæð sem samanstendur af kaupverði bílsins í Bandaríkjunum, flutningskostnaði og úrvinnslugjaldinu. Virðisaukaskatturinn, sem er 24,5 prósent, leggst síðan ofan á heildarupphæðina, það er eftir að vörugjaldið hefur bæst við kaupverð, flutningskostnað og úrvinnslugjaldið. Dæmi um kaup á Grand Cherokee Limited árgerð 2003 Ebay:Ísland: Kaupverð 1.350.000 Flutningur 180.000 Úrvinnslugjald 3.000 Vörugjald (45%) 690.000 Virðisaukakattur(24,5%) 545.000 Endanlegt verð 2.768.000 3.816.000 Bíllinn sem um ræðir er 8 cyl., sjálfskiptur með leðursætum og miklum staðabúnaði. Hann er ekinn undir 100 kílómetrum. Verðið á Íslandi er viðmiðunarverð hjá Bílgreinasambandinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Sprenging hefur orðið í innflutningi einstaklinga á bílum frá Bandaríkjunum. Bíleigendur eru nú í auknum mæli farnir að notfæra sér Netið til að kaupa sér bíl og panta sér jafnvel bíl á uppboðsvefnum ebay.com. Dæmi eru um að menn hafi borgað hundruðum þúsunda króna minna fyrir bílana með því að kaupa þá sjálfir í Bandaríkjunum en þeir hefðu borgað fyrir þá hérlendis. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að þessi áhugi einstaklinga á bílakaupum í Bandaríkjunum haldist í hendur við lágt gengi dollarans. Aukningin hafi í raun hafist í fyrra þegar dollarinn byrjaði að lækka. Hann segir að vissulega fylgi því áhætta að kaupa bíl á Netinu. Fólk geti bæði verið heppið og óheppið. Dæmi séu um að menn hafi óaðvitandi keypt bíla sem hafi lent í tjóni og séu skráðir tjónabílar. Það geti reynst mönnum dýrkeypt því erfitt geti reynst að losna við slíka bíla hérlendis. Pallbílar vinsælir Töluvert hefur borið á bandarískum pallbílum á vegum landsins undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá tollstjóraembættinu er helsta skýringin á því hversu lágt vörugjaldið er af þessum bílum. Pallbílarnir eru flokkaðir sem atvinnubifreiðar og bera því lægri vörugjöld en einkabifreiðar eða aðeins 13 prósent. Líklegt er að þessu verði breytt því eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrir mánuði síðan er fjármálaráðuneytið að skoða til hvaða ráðstafana megi grípa til að tryggja að ökutæki sem bera þrettán prósenta vörugjald verði einungis notuð í atvinnuskyni.Fréttablaðið ræddi við mann sem keypti sér nýlega bíl á ebay og sagðist hann hæstánægður. Maðurinn sem vildi ekki láta nafn síns getið segist sjálfur hafa farið út og skoðað bílinn áður en hann hafi gengið endanlega frá kaupunum. Þannig hafi hann getað gengið úr skugga um að ekkert væri að bílnum sem hann var að flytja heim til Íslands. Hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík fengust þær upplýsingar að innflutningur einstaklinga á bifreiðum frá Bandaríkjunum hefðu aukist talsvert undanfarna mánuði. Þegar verið er að flytja inn bíl erlendis frá borgar einstaklingar þrenns konar opinber gjöld: vörugjald, virðisaukaskatt og um þrjú þúsund króna úrvinnslugjald. Upphæð vörugjalds fer eftir stærð vélar bifreiðarinnar. Ef bíllinn er með minna en tveggja lítra vél þá er greitt 30 prósenta vörugjald en ef bíllinn er með með meira tveggja lítra vel þá er vörugjaldið 45 prósent. Vörugjaldið er greitt af upphæð sem samanstendur af kaupverði bílsins í Bandaríkjunum, flutningskostnaði og úrvinnslugjaldinu. Virðisaukaskatturinn, sem er 24,5 prósent, leggst síðan ofan á heildarupphæðina, það er eftir að vörugjaldið hefur bæst við kaupverð, flutningskostnað og úrvinnslugjaldið. Dæmi um kaup á Grand Cherokee Limited árgerð 2003 Ebay:Ísland: Kaupverð 1.350.000 Flutningur 180.000 Úrvinnslugjald 3.000 Vörugjald (45%) 690.000 Virðisaukakattur(24,5%) 545.000 Endanlegt verð 2.768.000 3.816.000 Bíllinn sem um ræðir er 8 cyl., sjálfskiptur með leðursætum og miklum staðabúnaði. Hann er ekinn undir 100 kílómetrum. Verðið á Íslandi er viðmiðunarverð hjá Bílgreinasambandinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur