Erlent

Handsprengjuárásir á Indlandi

Að minnsta kosti einn lést og tugir eru særðir eftir að uppreisnarmenn gerðu handsprengjuárásir á nokkrum stöðum í héraðinu Assam í norðausturhluta Indlands í dag, þ.á m. í höfuðborginni Guwahati. Samskonar árásir voru gerðar í Guwahati í gær þar sem einn lést og sex lágu sárir eftir. Lögregla telur að uppreisnarmenn sem kenna sig við frelsisher Asoms, ULFA, séu ábyrgir fyrir ódæðunum en samtökin hafa barist fyrir sjálfstæðu landi frá árinu 1979.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×