Erlent

Harðari skilyrði fyrir Tyrki

Forsætisráðherra Tyrklands segir Evrópusambandið ætla að setja strangari skilyrði fyrir inngöngu Tyrkja í sambandið en annarra þjóða. Hann segir ekkert land hafa þurft að bíða í meira en 40 ár eftir aðild og Evrópusmbandið sé enn hikandi þó að Tyrkir hafi gengið að öllum kröfum sambandsins. Á föstudaginn kemur verður tilkynnt hvort Evrópusambandið samþykki að hefja aðildarviðræður við Tyrki og telja sérfræðingar nær öruggt að svo verði. Hins vegar gætu aðildarviðræðurnar tekið áratug eða meira, enda gríðarlega margir óvissuþættir sem enn á eftir að fara í gegnum. Nær öruggt má telja að Evrópusambandið geri kröfur um takmarkað flæði vinnuafls frá Tyrklandi til Evrópu og eins að sjálfstæði Kýpurbúa verði samþykkt af Tyrkjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×