Erlent

Flogið til Vietnam á nýjan leik

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur hafið áætlunarflug til Vietnam og þar með komið á fyrstu almennu samgöngunum á millli landanna tveggja síðan Vietnamstríðinu lauk. Flugið tekur tuttugu klukkustundir og er flogið í 347 sæta boing 747 flugvél. Viðskipti á milli Bandaríkjanna og Vietnam nema um 5 milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju og því ekki loku fyrir það skotið að ferðalög á milli landanna eigi eftir að verða vinsæl, þegar þau eru loks í boði á nýjan leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×