Sjávarútveginum blæðir 8. desember 2004 00:01 Styrking íslensku krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, telur að hækkunin í ár muni kosta fyrirtæki sitt um tvö hundruð milljónir í ár. "Við höfum verið að flytja út fyrir þrjá og hálfan milljarð á ári og ef gengið styrkist um sex eða sjö prósent þá er bara hægt að reikna það beint út í tekjutapi hjá okkur," segir Sigurgeir. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, segir að styrkingin hafi augljós áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fiskframleiðenda gagnvart útlenskri samkeppni. Þótt fjárhagur SÍF sé vel varinn gagnvart gengissveiflum hefur afkoma íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja áhrif á SÍF. "Við erum hluti af þessari keðju," segir Jakob. "Allir þeir sem við skiptum við á Íslandi eru með allan sinn kostnað í krónum og eru að selja í erlendri mynt þannig að það gefur auga leið að það er þrýstingur á framlegðina í allri þessari keðju. Á endanum kemur þetta niður á samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs," segir Jakob. Sigurgeir segir að slakt aðhald í fjármálum ríkis og sveitarfélaga sé nú að koma í bakið á mönnum og þar verði sjávarútvegurinn fyrir barðinu á ástandinu. "Það er augljóst mál að Seðlabankinn er að verjast þenslunni og verðbólgunni. Ég sé ekki annað en að eðli málsins samkvæmt verði opinberir aðilar, ekki bara ríkið heldur sveitarfélögin, að draga saman. Það er því miður ekki að gerast eins og sést í öllum þessum launahækkunum," segir Sigurgeir. Hann segir engin ráð önnur en niðurskurð vera tiltæk. "Þetta er mjög slæm staða og hefur versnað mikið. Kostnaður hjá okkur hefur hækkað og við getum ekki brugðist öðruvísi við en að skera niður kostnað. Það bitnar á starfsfólki okkar og ekki er ríkið að hjálpa okkur þegar það leggur sérstakan skatt á sjávarútveg," segir Sigurgeir og vísar til auðlindaskattsins sem nú kemur til framkvæmda í fyrsta sinn. Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Styrking íslensku krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, telur að hækkunin í ár muni kosta fyrirtæki sitt um tvö hundruð milljónir í ár. "Við höfum verið að flytja út fyrir þrjá og hálfan milljarð á ári og ef gengið styrkist um sex eða sjö prósent þá er bara hægt að reikna það beint út í tekjutapi hjá okkur," segir Sigurgeir. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, segir að styrkingin hafi augljós áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fiskframleiðenda gagnvart útlenskri samkeppni. Þótt fjárhagur SÍF sé vel varinn gagnvart gengissveiflum hefur afkoma íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja áhrif á SÍF. "Við erum hluti af þessari keðju," segir Jakob. "Allir þeir sem við skiptum við á Íslandi eru með allan sinn kostnað í krónum og eru að selja í erlendri mynt þannig að það gefur auga leið að það er þrýstingur á framlegðina í allri þessari keðju. Á endanum kemur þetta niður á samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs," segir Jakob. Sigurgeir segir að slakt aðhald í fjármálum ríkis og sveitarfélaga sé nú að koma í bakið á mönnum og þar verði sjávarútvegurinn fyrir barðinu á ástandinu. "Það er augljóst mál að Seðlabankinn er að verjast þenslunni og verðbólgunni. Ég sé ekki annað en að eðli málsins samkvæmt verði opinberir aðilar, ekki bara ríkið heldur sveitarfélögin, að draga saman. Það er því miður ekki að gerast eins og sést í öllum þessum launahækkunum," segir Sigurgeir. Hann segir engin ráð önnur en niðurskurð vera tiltæk. "Þetta er mjög slæm staða og hefur versnað mikið. Kostnaður hjá okkur hefur hækkað og við getum ekki brugðist öðruvísi við en að skera niður kostnað. Það bitnar á starfsfólki okkar og ekki er ríkið að hjálpa okkur þegar það leggur sérstakan skatt á sjávarútveg," segir Sigurgeir og vísar til auðlindaskattsins sem nú kemur til framkvæmda í fyrsta sinn.
Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira