Hætta vegna hagstjórnarblöndu 6. desember 2004 00:01 Greiningardeild Íslandsbanka gagnrýnir hagstjórn á Íslandi í Morgunkorni sínu í gær. Þar segir að aðhald í ríkisfjármálum sé langt frá því að vera fullnægjandi. Þetta hefur í för með sér að mikill þungi fellur á Seðlabankann sem þarf að grípa til harðra aðgerða sem haft geta slæm áhrif á samkeppnisatvinnuvegina. "Með því að kalla fram ofris krónunnar eru hliðarverkanir peningastefnunnar margfaldaðar - líkurnar á kröftugu bakslagi verða þá meiri þar sem atvinnuleysi myndast í því gati sem áður var útflutningsstarfsemi. Gengisfall, verðbólguskot, rýrnun kaupmáttar og samdráttur í efnahagslífinu væri þá endirinn á því hagvaxtartímabili sem nú ríkir," segir í Morgunkorninu. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir að "hagstjórnarblandan" sé óheppileg. "Þessar aðgerðir eins og þeim er stillt saman, það er lítið aðhald í opinberum rekstri og mikið aðhald í peningamálum, kalla á mjög slæmar hliðarverkanir sem eru þær að ákveðin starfsemi er hrakin úr landi," segir hann. Ingólfur nefnir ferðamannaiðnaðinn, hugbúnaðargerð og önnur útflutningsfyrirtæki. "Það eru þessi fyrirtæki sem munu blæða fyrir þessa hagstjórnarblöndu sem við höfum verið hrakin út í vegna þess að ríki og sveitarfélög eru ekki að standa sig í að beita nægu aðhaldi," segir hann. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að sterkt gengi valdi félaginu ákveðnum vanda. "Við erum búnir að færa hingað framleiðslu markvisst á síðustu árum og hún hækkar alltaf í verði miðað við þá gjaldmiðla sem tekjur okkar eru í," segir hann. Jón bendir hins vegar á að sterkt gengi skapi einnig tækifæri fyrir útflutningsfyrirtæki því fjárfestingar erlendis verði hlutfallslega ódýrari. Jón segir hagstætt skattaumhverfi hafa ráðið því að Össur hafi valið framleiðslu sinni stað á Íslandi. Hann segir ennfremur að gjaldeyrisáhættu sé ekki hægt að komast hjá í útflutningsgeirum sama hvaða gjaldmiðil menn starfa með. Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að gengisstefnan geri það að verkum að líklegra sé að vöxtur fyrirtækisins eigi sér stað í útlöndum en hér á landi. Hann segist hins vegar vantrúaður á að gengi krónunnar haldist svo hátt til lengdar en telur það samt sem áður áhyggjuefni að genginu verði áfram beitt svo harkalega í hagstjórninni. "Skilningsleysi á stöðu útflutningsgreinanna er okkur áhyggjuefni," segir hann. Viðskipti Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Greiningardeild Íslandsbanka gagnrýnir hagstjórn á Íslandi í Morgunkorni sínu í gær. Þar segir að aðhald í ríkisfjármálum sé langt frá því að vera fullnægjandi. Þetta hefur í för með sér að mikill þungi fellur á Seðlabankann sem þarf að grípa til harðra aðgerða sem haft geta slæm áhrif á samkeppnisatvinnuvegina. "Með því að kalla fram ofris krónunnar eru hliðarverkanir peningastefnunnar margfaldaðar - líkurnar á kröftugu bakslagi verða þá meiri þar sem atvinnuleysi myndast í því gati sem áður var útflutningsstarfsemi. Gengisfall, verðbólguskot, rýrnun kaupmáttar og samdráttur í efnahagslífinu væri þá endirinn á því hagvaxtartímabili sem nú ríkir," segir í Morgunkorninu. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir að "hagstjórnarblandan" sé óheppileg. "Þessar aðgerðir eins og þeim er stillt saman, það er lítið aðhald í opinberum rekstri og mikið aðhald í peningamálum, kalla á mjög slæmar hliðarverkanir sem eru þær að ákveðin starfsemi er hrakin úr landi," segir hann. Ingólfur nefnir ferðamannaiðnaðinn, hugbúnaðargerð og önnur útflutningsfyrirtæki. "Það eru þessi fyrirtæki sem munu blæða fyrir þessa hagstjórnarblöndu sem við höfum verið hrakin út í vegna þess að ríki og sveitarfélög eru ekki að standa sig í að beita nægu aðhaldi," segir hann. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að sterkt gengi valdi félaginu ákveðnum vanda. "Við erum búnir að færa hingað framleiðslu markvisst á síðustu árum og hún hækkar alltaf í verði miðað við þá gjaldmiðla sem tekjur okkar eru í," segir hann. Jón bendir hins vegar á að sterkt gengi skapi einnig tækifæri fyrir útflutningsfyrirtæki því fjárfestingar erlendis verði hlutfallslega ódýrari. Jón segir hagstætt skattaumhverfi hafa ráðið því að Össur hafi valið framleiðslu sinni stað á Íslandi. Hann segir ennfremur að gjaldeyrisáhættu sé ekki hægt að komast hjá í útflutningsgeirum sama hvaða gjaldmiðil menn starfa með. Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að gengisstefnan geri það að verkum að líklegra sé að vöxtur fyrirtækisins eigi sér stað í útlöndum en hér á landi. Hann segist hins vegar vantrúaður á að gengi krónunnar haldist svo hátt til lengdar en telur það samt sem áður áhyggjuefni að genginu verði áfram beitt svo harkalega í hagstjórninni. "Skilningsleysi á stöðu útflutningsgreinanna er okkur áhyggjuefni," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur