Samið um verð á Big Food Group 30. nóvember 2004 00:01 Baugur hefur lýst sig tilbúinn að greiða 95 pens fyrir hvern hlut í Big Food Group. Verðmæti Big Food er samkvæmt þessu verði ríflega 40 milljarðar króna. Með fjármögnun skulda yrði heildarumfang viðskiptanna milli 85 og 90 milljarðar króna. Baugur á fyrir 22 prósenta hlut í Big Food. Stjórn Big Food hefur lýst sig samþykka yfirtökuverðinu. Ekki hefur þó enn verið lagt fram formlegt tilboð, en samkvæmt upplýsingum frá Baugi er stemmt að því að ljúka undirbúningi yfirtöku Big Food fyrir 17. desember. Um síðustu helgi höfðu breskir fjölmiðlar eftir stjórn Big Food að þeir hefðu hafnað boði upp á 95 pens á hlut. Í upphafi yfirtökuferlisins var gert ráð fyrir að yfirtökutilboð hljóðaði upp á 110 pens á hlut. Þrátt fyrir lækkunina verða kaupin á Big Food stærsta fjárfesting íslensks fyrirtækis frá upphafi. Kaup KB banka á FIH-bankanum í Danmörku hljóðuðu upp á 84 milljarða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð stjórn Big Food föst á því að yfirtakan yrði á 110 pensum. Hún lækkaði sig síðan og stóð fast á því að tilboð yrði ekki lægra en 100 pens á hlut. Talsvert þjark var um lífeyrisskuldbindingar Big Food og leit út fyrir það á tímabili að þær gerðu út af við viðskiptin. Lending hefur nú náðst og stærstu hindrunum þess að samningar náist verið rutt úr vegi. Samningsstaða Baugs var sterkari, þar sem vitað var að gengi Big Food myndi hrapa ef viðskiptin yrðu blásin af. Orðrómur á breskum markaði gerði ráð fyrir að gengi bréfa Big Food gæti lækkað allt niður í 60 pens. Haft er eftir Bill Grimsey, stjórnarformanni Big Food, í netútgáfu The Scotsman, að rýrari sölutölur frá því að Baugur hóf viðræður um yfirtöku þýddu að stjórnin sé reiðubúin að samþykkja það verð sem Baugur hefur boðið. Velta Big Food Group er yfir 600 milljarðar íslenskra króna og hjá fyrirtækinu starfa 32 þúsund manns í á níunda hundrað verslunum lágvörukeðjunnar Iceland og gripið og greitt verslanana Booker. Meirihluti fjármögnunar kaupanna er í höndum erlendra banka. Innlent Viðskipti Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Baugur hefur lýst sig tilbúinn að greiða 95 pens fyrir hvern hlut í Big Food Group. Verðmæti Big Food er samkvæmt þessu verði ríflega 40 milljarðar króna. Með fjármögnun skulda yrði heildarumfang viðskiptanna milli 85 og 90 milljarðar króna. Baugur á fyrir 22 prósenta hlut í Big Food. Stjórn Big Food hefur lýst sig samþykka yfirtökuverðinu. Ekki hefur þó enn verið lagt fram formlegt tilboð, en samkvæmt upplýsingum frá Baugi er stemmt að því að ljúka undirbúningi yfirtöku Big Food fyrir 17. desember. Um síðustu helgi höfðu breskir fjölmiðlar eftir stjórn Big Food að þeir hefðu hafnað boði upp á 95 pens á hlut. Í upphafi yfirtökuferlisins var gert ráð fyrir að yfirtökutilboð hljóðaði upp á 110 pens á hlut. Þrátt fyrir lækkunina verða kaupin á Big Food stærsta fjárfesting íslensks fyrirtækis frá upphafi. Kaup KB banka á FIH-bankanum í Danmörku hljóðuðu upp á 84 milljarða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð stjórn Big Food föst á því að yfirtakan yrði á 110 pensum. Hún lækkaði sig síðan og stóð fast á því að tilboð yrði ekki lægra en 100 pens á hlut. Talsvert þjark var um lífeyrisskuldbindingar Big Food og leit út fyrir það á tímabili að þær gerðu út af við viðskiptin. Lending hefur nú náðst og stærstu hindrunum þess að samningar náist verið rutt úr vegi. Samningsstaða Baugs var sterkari, þar sem vitað var að gengi Big Food myndi hrapa ef viðskiptin yrðu blásin af. Orðrómur á breskum markaði gerði ráð fyrir að gengi bréfa Big Food gæti lækkað allt niður í 60 pens. Haft er eftir Bill Grimsey, stjórnarformanni Big Food, í netútgáfu The Scotsman, að rýrari sölutölur frá því að Baugur hóf viðræður um yfirtöku þýddu að stjórnin sé reiðubúin að samþykkja það verð sem Baugur hefur boðið. Velta Big Food Group er yfir 600 milljarðar íslenskra króna og hjá fyrirtækinu starfa 32 þúsund manns í á níunda hundrað verslunum lágvörukeðjunnar Iceland og gripið og greitt verslanana Booker. Meirihluti fjármögnunar kaupanna er í höndum erlendra banka.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur