Samið um verð á Big Food Group 30. nóvember 2004 00:01 Baugur hefur lýst sig tilbúinn að greiða 95 pens fyrir hvern hlut í Big Food Group. Verðmæti Big Food er samkvæmt þessu verði ríflega 40 milljarðar króna. Með fjármögnun skulda yrði heildarumfang viðskiptanna milli 85 og 90 milljarðar króna. Baugur á fyrir 22 prósenta hlut í Big Food. Stjórn Big Food hefur lýst sig samþykka yfirtökuverðinu. Ekki hefur þó enn verið lagt fram formlegt tilboð, en samkvæmt upplýsingum frá Baugi er stemmt að því að ljúka undirbúningi yfirtöku Big Food fyrir 17. desember. Um síðustu helgi höfðu breskir fjölmiðlar eftir stjórn Big Food að þeir hefðu hafnað boði upp á 95 pens á hlut. Í upphafi yfirtökuferlisins var gert ráð fyrir að yfirtökutilboð hljóðaði upp á 110 pens á hlut. Þrátt fyrir lækkunina verða kaupin á Big Food stærsta fjárfesting íslensks fyrirtækis frá upphafi. Kaup KB banka á FIH-bankanum í Danmörku hljóðuðu upp á 84 milljarða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð stjórn Big Food föst á því að yfirtakan yrði á 110 pensum. Hún lækkaði sig síðan og stóð fast á því að tilboð yrði ekki lægra en 100 pens á hlut. Talsvert þjark var um lífeyrisskuldbindingar Big Food og leit út fyrir það á tímabili að þær gerðu út af við viðskiptin. Lending hefur nú náðst og stærstu hindrunum þess að samningar náist verið rutt úr vegi. Samningsstaða Baugs var sterkari, þar sem vitað var að gengi Big Food myndi hrapa ef viðskiptin yrðu blásin af. Orðrómur á breskum markaði gerði ráð fyrir að gengi bréfa Big Food gæti lækkað allt niður í 60 pens. Haft er eftir Bill Grimsey, stjórnarformanni Big Food, í netútgáfu The Scotsman, að rýrari sölutölur frá því að Baugur hóf viðræður um yfirtöku þýddu að stjórnin sé reiðubúin að samþykkja það verð sem Baugur hefur boðið. Velta Big Food Group er yfir 600 milljarðar íslenskra króna og hjá fyrirtækinu starfa 32 þúsund manns í á níunda hundrað verslunum lágvörukeðjunnar Iceland og gripið og greitt verslanana Booker. Meirihluti fjármögnunar kaupanna er í höndum erlendra banka. Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Baugur hefur lýst sig tilbúinn að greiða 95 pens fyrir hvern hlut í Big Food Group. Verðmæti Big Food er samkvæmt þessu verði ríflega 40 milljarðar króna. Með fjármögnun skulda yrði heildarumfang viðskiptanna milli 85 og 90 milljarðar króna. Baugur á fyrir 22 prósenta hlut í Big Food. Stjórn Big Food hefur lýst sig samþykka yfirtökuverðinu. Ekki hefur þó enn verið lagt fram formlegt tilboð, en samkvæmt upplýsingum frá Baugi er stemmt að því að ljúka undirbúningi yfirtöku Big Food fyrir 17. desember. Um síðustu helgi höfðu breskir fjölmiðlar eftir stjórn Big Food að þeir hefðu hafnað boði upp á 95 pens á hlut. Í upphafi yfirtökuferlisins var gert ráð fyrir að yfirtökutilboð hljóðaði upp á 110 pens á hlut. Þrátt fyrir lækkunina verða kaupin á Big Food stærsta fjárfesting íslensks fyrirtækis frá upphafi. Kaup KB banka á FIH-bankanum í Danmörku hljóðuðu upp á 84 milljarða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð stjórn Big Food föst á því að yfirtakan yrði á 110 pensum. Hún lækkaði sig síðan og stóð fast á því að tilboð yrði ekki lægra en 100 pens á hlut. Talsvert þjark var um lífeyrisskuldbindingar Big Food og leit út fyrir það á tímabili að þær gerðu út af við viðskiptin. Lending hefur nú náðst og stærstu hindrunum þess að samningar náist verið rutt úr vegi. Samningsstaða Baugs var sterkari, þar sem vitað var að gengi Big Food myndi hrapa ef viðskiptin yrðu blásin af. Orðrómur á breskum markaði gerði ráð fyrir að gengi bréfa Big Food gæti lækkað allt niður í 60 pens. Haft er eftir Bill Grimsey, stjórnarformanni Big Food, í netútgáfu The Scotsman, að rýrari sölutölur frá því að Baugur hóf viðræður um yfirtöku þýddu að stjórnin sé reiðubúin að samþykkja það verð sem Baugur hefur boðið. Velta Big Food Group er yfir 600 milljarðar íslenskra króna og hjá fyrirtækinu starfa 32 þúsund manns í á níunda hundrað verslunum lágvörukeðjunnar Iceland og gripið og greitt verslanana Booker. Meirihluti fjármögnunar kaupanna er í höndum erlendra banka.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira