Erlent

Hræðsla ræður verðhækkunum

Hver fata af olíu er tíu til fimmtán dollurum, andvirði 650 til 1.000 króna, dýrari en hún væri ef verðið réðist eingöngu af framleiðslu og eftirspurn, sagði Ali Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Arabíu. Hann sagði að drjúgur hluti af verðinu væri til kominn vegna hræðslu manna við hryðjuverk og óróa. Naimi sagði olíuverðshækkunina nú allt öðruvísi en hækkanirnar á áttunda áratug síðustu aldar. Þá hafi stjórnmál ráðið ferðinni en nú sé eftirspurn meiri en búist var við og er aukningin rakin til ótta manna við framleiðslubrest.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×