Erlent

Blair myndi ná kjöri

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, myndi merja sigur yrði gengið til kosninga á Bretlandi í dag. Þetta er niðurstaða könnunar sem gerð var fyrir Daily Telegraph og birt var í morgun. 35% aðspurðra kváðust styðja Verkamannaflokkinn, sem er þremur prósentum meiri stuðningur en Íhaldsmenn fengu. Aðeins fjórðungur aðspurðra var á því að ríkisstjórn Blairs væri heiðarleg og traustsins verð, en aðeins fimmtungur taldi að ríkisstjórn Íhaldsmanna yrði það. Kosningar verða að öllum líkindum haldnar á Bretlandi í maí á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×