Sport

Arnesen segir ósætti ekki rétt

Daninn Frank Arnesen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, neitar því að ósætti milli hans og franska knattspyrnustjórans Jacques Santini hafa valdið brottför hins síðarnefnda frá félaginu. Santini sagði sem kunnugt er starfi sínu lausu í gærkvöldi og kvað það vera af persónulegum ástæðum. Enskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Santini hafi verið ósáttur við að vissar mikilvægar ákvarðanir hefðu verið teknar á fundum stjórnarinnar fremur en á æfingasvæðinu. Arnesen segir ástæðuna fyrir brotthvarfi Santini hins vegar vera persónulega og að henni verði haldið þannig. "Ákvörðun er agjört einkamál og við virðum það", sagði Arnesen sem taldi að Santini hefði aðlagast starfi sínu mjög vel, en Frakkinn stýrði liðinu aðeins í 13 leikjum. "Jacques og ég og töluðum lengi og vel saman áður en hann ákvað að koma hingað (til Tottenham). Hann var vanur þessu umhverfi og ég einnig. Það var aldrei neitt vandamál milli Jacques og mín", bætti Daninn við. "Hann (Santini) hefur talað við mig reglulega síðustu tvo mánuði og sagði að þetta mál væri einungis fyrir hann. Hann fór aldrei út í það hvað þetta snerist nákvæmlega um. En ég treysti honum og verð að taka þessu. Við verðum að virða ákvörðun hans", sagði Arnesen, en hann kom frá PSV í sumar og hafði því aðeins starfað með Santini í fjóra mánuði. Hollendingurinn Martin Jol, sem var einn aðstoðarmanna Santini, mun taka við liðinu til bráðabirgða og stýra því gegn Charlton á morgun. Jol er einnig talinn líklegur til að taka við starfinu til frambúðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×