Hafa hótanir áhrif á kjósendur? 31. október 2004 00:01 Þegar hryðjuverkaforinginn Osama bin Laden birtist á sjónvarpsskjánum um heim allan í lok síðustu viku og hafði uppi hótanir um frekari árásir á Bandaríkin veltu margir því fyrir sér hvað raunverulega vekti fyrir honum. Margir spurðu hvort hann væri að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs sem fram fara á morgun. Var hann ef til vill að reyna að hræða kjósendur frá því að styðja Bush og fá þá til að kjósa John Kerry? Í því sambandi rifjaðist upp atvikið á Spáni í sumar þegar Al kaída vann mannskætt hryðjuverk í Madríd þegar gengið var til þingkosninga þar í landi. Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um svör við þessum spurningum. En ljóst er að sé það ætlunin að hræða kjósendur frá stuðningi við Bush er bin Laden á villigötum. Það er einmitt á sviði hryðjuverkanna sem Bush nýtur mun meira trausts kjósenda en Kerry. Menn treysta honum betur en Kerry til að verja Bandaríkin fyrir Al kaída. Hótanirnar gætu því haft þveröfug áhrif. Og einhverjar skoðanakannanir munu einmitt hafa sýnt fylgissveiflu yfir til Bush eftir að myndbandið með ávarpi bin Ladens var birt. Getur þá verið að hryðjuverkaforinginn vilji að Bush sigri eða er hann bara svona mikill kjáni? Eða er myndbandið jafnvel samsæri Bush-manna? Þetta síðast nefnda hljómar fjarstæðukennt en samt lét hinn kunni fréttaskýrandi og fyrrum aðalfréttaþulur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, Walter Cronkite, þau orð falla á CNN um helgina að líklega væri Karl Rove, helsti hugmyndafræðingur Bush forseta, heilinn á bak við birtingu myndbandsins. Engir aðrir hafa þó orðið til þess að taka undir þau ummæli. Þau sýna kannski helst hitann og taugaveiklunina á lokaspretti kosningabaráttunnar. Líklega stendur bin Laden á sama um það hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Hann er áreiðanlega jafn lítið hrifinn af báðum forsetaframbjóðendunum, Bush og Kerry. Og hann er enginn kjáni. Sennilega vakir það fyrst og fremst fyrir honum með myndbandinu að nota tækifærið, það besta sem hann gat fengið, til að hafa í frammi hinn hefðbundna hatursáróður sinn gegn vestrænni menningu og þjóðskipulagi. Bin Laden hugsar í senn sögulega og til framtíðar og þess vegna er ólíklegt að hann eyði miklu púðri í skammtímamál eins og þau hver er forseti Bandaríkjanna þetta árið eða hitt. Hann vill hins vegar vekja ugg og óhugnað, efa og óvissu á Vesturlöndum. Hann vill eyða vestrænu þjóðfélagskerfi enda hefur hann sagt gildismati þess stríð á hendur. Markmið hans er að koma á íslömsku miðaldaþjóðfélagi og í því skyni eru öll meðul leyfileg að hans mati. Sumum finnst að fjölmiðlar eigi ekki að birta myndband eins og það sem Osama bin Laden sendi frá sér. Með því séu Vesturlandabúar að grafa sína eigin gröf. Bent er á að hryðjuverkasamtök séu ekki eins og hver og önnur lýðræðisleg stjórnmálasamtök sem rétt eigi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í fjölmiðlum. En í rauninni er ómögulegt að fylgja slíkri stefnu eftir í lýðræðisþjóðfélagi. Ekki er um neina miðstýringu fjölmiðla að ræða. Fjölmiðlar skipta þúsundum og dreifileiðir efnis eru óteljandi. Hætt er við að tilraun til ritskoðunar efnis af þessu tagi mundi leiða til þess að alls konar hviksögur færu á kreik. Það gæti aftur leitt af sér ótta og ólgu. Lýðræðisþjóðfélagið stendur að ýmsu leyti berskjaldað gagnvart þeim sem vilja notfæra sér leikreglur þess til að koma því á kné. Hryðjuverkamenn af skóla íslamskrar miðaldastefnu eru ekki fyrstir til að reyna það. Nasistar og kommúnistar hafa reynt hið sama, stundum með árangri. Baráttan gegn slíkum öflum verður því ávallt mikilvægur þáttur í stjórnmálum lýðræðisríkjanna.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Þegar hryðjuverkaforinginn Osama bin Laden birtist á sjónvarpsskjánum um heim allan í lok síðustu viku og hafði uppi hótanir um frekari árásir á Bandaríkin veltu margir því fyrir sér hvað raunverulega vekti fyrir honum. Margir spurðu hvort hann væri að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs sem fram fara á morgun. Var hann ef til vill að reyna að hræða kjósendur frá því að styðja Bush og fá þá til að kjósa John Kerry? Í því sambandi rifjaðist upp atvikið á Spáni í sumar þegar Al kaída vann mannskætt hryðjuverk í Madríd þegar gengið var til þingkosninga þar í landi. Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um svör við þessum spurningum. En ljóst er að sé það ætlunin að hræða kjósendur frá stuðningi við Bush er bin Laden á villigötum. Það er einmitt á sviði hryðjuverkanna sem Bush nýtur mun meira trausts kjósenda en Kerry. Menn treysta honum betur en Kerry til að verja Bandaríkin fyrir Al kaída. Hótanirnar gætu því haft þveröfug áhrif. Og einhverjar skoðanakannanir munu einmitt hafa sýnt fylgissveiflu yfir til Bush eftir að myndbandið með ávarpi bin Ladens var birt. Getur þá verið að hryðjuverkaforinginn vilji að Bush sigri eða er hann bara svona mikill kjáni? Eða er myndbandið jafnvel samsæri Bush-manna? Þetta síðast nefnda hljómar fjarstæðukennt en samt lét hinn kunni fréttaskýrandi og fyrrum aðalfréttaþulur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, Walter Cronkite, þau orð falla á CNN um helgina að líklega væri Karl Rove, helsti hugmyndafræðingur Bush forseta, heilinn á bak við birtingu myndbandsins. Engir aðrir hafa þó orðið til þess að taka undir þau ummæli. Þau sýna kannski helst hitann og taugaveiklunina á lokaspretti kosningabaráttunnar. Líklega stendur bin Laden á sama um það hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Hann er áreiðanlega jafn lítið hrifinn af báðum forsetaframbjóðendunum, Bush og Kerry. Og hann er enginn kjáni. Sennilega vakir það fyrst og fremst fyrir honum með myndbandinu að nota tækifærið, það besta sem hann gat fengið, til að hafa í frammi hinn hefðbundna hatursáróður sinn gegn vestrænni menningu og þjóðskipulagi. Bin Laden hugsar í senn sögulega og til framtíðar og þess vegna er ólíklegt að hann eyði miklu púðri í skammtímamál eins og þau hver er forseti Bandaríkjanna þetta árið eða hitt. Hann vill hins vegar vekja ugg og óhugnað, efa og óvissu á Vesturlöndum. Hann vill eyða vestrænu þjóðfélagskerfi enda hefur hann sagt gildismati þess stríð á hendur. Markmið hans er að koma á íslömsku miðaldaþjóðfélagi og í því skyni eru öll meðul leyfileg að hans mati. Sumum finnst að fjölmiðlar eigi ekki að birta myndband eins og það sem Osama bin Laden sendi frá sér. Með því séu Vesturlandabúar að grafa sína eigin gröf. Bent er á að hryðjuverkasamtök séu ekki eins og hver og önnur lýðræðisleg stjórnmálasamtök sem rétt eigi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í fjölmiðlum. En í rauninni er ómögulegt að fylgja slíkri stefnu eftir í lýðræðisþjóðfélagi. Ekki er um neina miðstýringu fjölmiðla að ræða. Fjölmiðlar skipta þúsundum og dreifileiðir efnis eru óteljandi. Hætt er við að tilraun til ritskoðunar efnis af þessu tagi mundi leiða til þess að alls konar hviksögur færu á kreik. Það gæti aftur leitt af sér ótta og ólgu. Lýðræðisþjóðfélagið stendur að ýmsu leyti berskjaldað gagnvart þeim sem vilja notfæra sér leikreglur þess til að koma því á kné. Hryðjuverkamenn af skóla íslamskrar miðaldastefnu eru ekki fyrstir til að reyna það. Nasistar og kommúnistar hafa reynt hið sama, stundum með árangri. Baráttan gegn slíkum öflum verður því ávallt mikilvægur þáttur í stjórnmálum lýðræðisríkjanna.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun