Innlent

Rannveig forseti

Íslandsdeild Norðurlandaráðs hefur tilnefnt Rannveigu Guðmundsdóttur, þingmann Samfylkingarinnar, í embætti forseta Norðurlandaráðs, en þing ráðsins hefst í Stokkhólmi á morgun. Rannveig segist ætla að beita sér fyrir mannréttinda- og félagsmálum. Í Norðurlandaráði sitja 87 þingmenn, þar af sjö fulltrúar Alþingis. Á árlegum þingfundi Norðurlandaráðs er meðal annars fjallað um framkomnar tillögur og sendir þingið frá sér ályktanir eða meðmæli til ráðherranefndar. Á þinginu verður korinn nýr forseti, en að þessu sinni kemur embættið í hlut Íslendinga. Íslandsdeild Norðurlandaráðs hefur tilnefnt Rannveigu Guðmundsdóttur, þingmann Samfylkingarinnar í embættið að þesu sinni. Rannveig segir sín áhugasvið velferðamál og réttindi íbúa á Norðurlöndum, auk menningarmála og á þessum sviðum vilji hún hafa áhrif.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×