Lögmæt skotmörk 27. október 2004 00:01 Atburðurinn í Kabúl - Elías Davíðsson Ég las viðbrögð þriggja þingmanna við atburðinum í Kabúl á laugardaginn, sem birtust á Visir.is undir nafni Guðmundar Magnússonar.Ég var undrandi á því að enginn viðmælenda, né Guðmundur sjálfur, minntust á þjóðréttarlegar hliðar þessa máls.Samkvæmt ákvæðum þjóðaréttar og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna, var sjálft árásarstríðið gegn Afghanistan ólögmætt og jafnvel saknæmt árásarstríð. Stríðsaðgerðir eru aðeins heimilar í þjóðarétti við tvenns konar aðstæður: Annars vegar þegar heimild til þeirra er veitt af hálfu Öryggisráðsins og hins vegar í neyðarvörn. Hvorugt var um að ræða í þessu tilfelli. Bandaríkin gáfu í skyn, án þess að segja það berum orðum, að árás þeirra á Afghanistan hefði verið í samræmi við 51. grein í sáttmála SÞ sem kveður á um sjálfsvörn og bentu á meintu árásir Al Qaeda 11. september 2001 til réttlætingar. En hér var ekki um neyðarvörn að ræða heldur um meinta hefndaraðgerð. Það er álit flestra sérfræðinga að jafnvel þótt Bandaríkin hefðu lagt óyggjandi sannanir um að árásirnar 11. september ættu einhver tengsl við starfsemi Al Qaeda í Afghanistan (sannanir sem aldrei voru lagðar fram), hefði árásarstríðið samt verið ólögmætt þar sem ekkert benti til þess að Bandaríkjunum stafaði brýn og alvarleg hætta af árás frá Afghanistan sem krefðist tafarlausrar árásar. Bandaríkjunum var því skylt að leita heimildar Öryggisráðsins til hernaðaraðgerða. Það er auk þess grundvöllur þjóðaréttar að aðilar að vopnuðum átökum, þ.m.t. þeir aðilar sem hernema Afghanistan, eru lögmæt skotmörk gagnaðila. Þar af leiðandi eru íslenskir "friðargæsluliðar" lögmæt skotmörk afghanskra skæruliða. Árásir á íslenska "friðargæsluliða" eru heimilaðar skv. ákvæðum Genfarsáttmála sem Ísland er aðili að. Þessar árásir teljast hvorki morð, hryðjuverk né stríðsglæpir.Erlent herlið í Afghanistan er ekki staðsett þar, andstætt því sem á við hér um herliðið á Miðnesheiði, að beiðni lýðræðislegra kjörinna stjórnvalda. Það er erlenda herliðið sem hefur komið stjórninni í Kabúl á laggirnar og ver hana. Þetta er sannkölluð "leppstjórn". Frjálsar kosningar geta ekki farið fram í hernumdu landi. Sjálfur "forseti" Afghanistans, sem er sagður hafa fengið 64 prósent atkvæða í nýlegum kosningum, treystir sér ekki til að ferðast um götur eigin höfuðborgar nema undir vernd erlends hernámsliðs. Hann treystir ekki landsmönnum sínum til að verja sig. Hvað segir þetta um vinsældir hans og um lögmæti þeirrar stjórnar sem situr í Kabúl? Séu þessi mál skoðuð frá sjónarmiði gildandi þjóðaréttar, kemur berlega í ljós að réttarstaða íslenskra "friðargæsluliða" í Afghanistan er sú sem vopnaðar sveitir njóta í stríði. Gagnaðilinn má fella þá eða taka þá til fanga. Íslendingar hafa ekki bolmagn til að hneykslast á árásunum gegn hernámsliðinu. Vilji Íslendingar tefla lífi landsmanna sinna í þágu ólögmæts hernáms, þá verður þjóðin að taka því sem þetta getur haft í för með sér. Þeir sem fara til Afghanistan til að fá mikil laun og lenda í ævintýrum ættu að gera það á eigin ábyrgð og gera sér fulla grein fyrir að þeir taka þátt í lögleysu og tefla líf sitt og annarra í hættu. Elías Davíðsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Atburðurinn í Kabúl - Elías Davíðsson Ég las viðbrögð þriggja þingmanna við atburðinum í Kabúl á laugardaginn, sem birtust á Visir.is undir nafni Guðmundar Magnússonar.Ég var undrandi á því að enginn viðmælenda, né Guðmundur sjálfur, minntust á þjóðréttarlegar hliðar þessa máls.Samkvæmt ákvæðum þjóðaréttar og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna, var sjálft árásarstríðið gegn Afghanistan ólögmætt og jafnvel saknæmt árásarstríð. Stríðsaðgerðir eru aðeins heimilar í þjóðarétti við tvenns konar aðstæður: Annars vegar þegar heimild til þeirra er veitt af hálfu Öryggisráðsins og hins vegar í neyðarvörn. Hvorugt var um að ræða í þessu tilfelli. Bandaríkin gáfu í skyn, án þess að segja það berum orðum, að árás þeirra á Afghanistan hefði verið í samræmi við 51. grein í sáttmála SÞ sem kveður á um sjálfsvörn og bentu á meintu árásir Al Qaeda 11. september 2001 til réttlætingar. En hér var ekki um neyðarvörn að ræða heldur um meinta hefndaraðgerð. Það er álit flestra sérfræðinga að jafnvel þótt Bandaríkin hefðu lagt óyggjandi sannanir um að árásirnar 11. september ættu einhver tengsl við starfsemi Al Qaeda í Afghanistan (sannanir sem aldrei voru lagðar fram), hefði árásarstríðið samt verið ólögmætt þar sem ekkert benti til þess að Bandaríkjunum stafaði brýn og alvarleg hætta af árás frá Afghanistan sem krefðist tafarlausrar árásar. Bandaríkjunum var því skylt að leita heimildar Öryggisráðsins til hernaðaraðgerða. Það er auk þess grundvöllur þjóðaréttar að aðilar að vopnuðum átökum, þ.m.t. þeir aðilar sem hernema Afghanistan, eru lögmæt skotmörk gagnaðila. Þar af leiðandi eru íslenskir "friðargæsluliðar" lögmæt skotmörk afghanskra skæruliða. Árásir á íslenska "friðargæsluliða" eru heimilaðar skv. ákvæðum Genfarsáttmála sem Ísland er aðili að. Þessar árásir teljast hvorki morð, hryðjuverk né stríðsglæpir.Erlent herlið í Afghanistan er ekki staðsett þar, andstætt því sem á við hér um herliðið á Miðnesheiði, að beiðni lýðræðislegra kjörinna stjórnvalda. Það er erlenda herliðið sem hefur komið stjórninni í Kabúl á laggirnar og ver hana. Þetta er sannkölluð "leppstjórn". Frjálsar kosningar geta ekki farið fram í hernumdu landi. Sjálfur "forseti" Afghanistans, sem er sagður hafa fengið 64 prósent atkvæða í nýlegum kosningum, treystir sér ekki til að ferðast um götur eigin höfuðborgar nema undir vernd erlends hernámsliðs. Hann treystir ekki landsmönnum sínum til að verja sig. Hvað segir þetta um vinsældir hans og um lögmæti þeirrar stjórnar sem situr í Kabúl? Séu þessi mál skoðuð frá sjónarmiði gildandi þjóðaréttar, kemur berlega í ljós að réttarstaða íslenskra "friðargæsluliða" í Afghanistan er sú sem vopnaðar sveitir njóta í stríði. Gagnaðilinn má fella þá eða taka þá til fanga. Íslendingar hafa ekki bolmagn til að hneykslast á árásunum gegn hernámsliðinu. Vilji Íslendingar tefla lífi landsmanna sinna í þágu ólögmæts hernáms, þá verður þjóðin að taka því sem þetta getur haft í för með sér. Þeir sem fara til Afghanistan til að fá mikil laun og lenda í ævintýrum ættu að gera það á eigin ábyrgð og gera sér fulla grein fyrir að þeir taka þátt í lögleysu og tefla líf sitt og annarra í hættu. Elías Davíðsson
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar