Markvisst fjársvelti háskólanna 23. október 2004 00:01 Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segja að ríkisstjórnin hafi markvisst svelt ríkisháskólana til að undirbúa jarðveginn fyrir skólagjöld. Samfylkingin telur skólagjöld koma til greina í undantekningartilfellum. Menntamálaráðherra skoðar nú að leggja fram frumvarp um að leyfa ríkisháskólum að innheimta skólagjöld af nemendum í framhaldsnámi. Málið er komið skammt á veg og endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Margrét Sverrisdóttir segir að ríkisháskólarnir eigi að vera öryggisventill svo allir hafi jafnan rétt til náms. Hún segir að fólk sé farið að ljá skólagjaldapólitík Sjálfstæðisflokksins eyra eftir að ríkisskólarnir hafi markvisst verið sveltir. Frjálslyndi flokkurinn vari við því, þó svo þeir styðji einkaframtak. Þeir eru nefnilega á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Kolbrún Halldórsdóttir segir að jarðvegurinn undir skólagjöld hafi verið undirbúinn með því að ýta undir ríkisstyrkta einkaskóla. Sameining Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík hafi haft þar mikla þýðingu. Með því hafi verið ákveðið að ákveðnar greinar í tækninámi á háskólastigi standi fólki ekki til boða, nema gegn greiðslu hárra skólagjalda. Þetta er forkastanlegt og með þessu hefur verið brotið blað segir Kolbrún. Efnaminna fólk og konur fara nú að hugsa sig tvisvar um hvort það fari í háskólanám. Samfylkingin hefur sagt að það komi til greina að skoða gjaldtöku af nemendum í framhaldsnámi á háskólastigi. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist almennt séð lítast illa á skólagjaldavæðingu sjálfstæðismanna á háskóalstiginu en finnst gjaldtaka koma til greina í ákveðnum tegundum framhaldsnáms að uppfylltum vissum skilyrðum. Það þurfi hins vegar að skoða heildarfjármögnun háskólastigsins til framtíðar í þessu sambandi. Björgvin segir ríkisháskólana hafa verið fjársvelta út í horn og því séu skólagjöld komin í umræðuna. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segja að ríkisstjórnin hafi markvisst svelt ríkisháskólana til að undirbúa jarðveginn fyrir skólagjöld. Samfylkingin telur skólagjöld koma til greina í undantekningartilfellum. Menntamálaráðherra skoðar nú að leggja fram frumvarp um að leyfa ríkisháskólum að innheimta skólagjöld af nemendum í framhaldsnámi. Málið er komið skammt á veg og endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Margrét Sverrisdóttir segir að ríkisháskólarnir eigi að vera öryggisventill svo allir hafi jafnan rétt til náms. Hún segir að fólk sé farið að ljá skólagjaldapólitík Sjálfstæðisflokksins eyra eftir að ríkisskólarnir hafi markvisst verið sveltir. Frjálslyndi flokkurinn vari við því, þó svo þeir styðji einkaframtak. Þeir eru nefnilega á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Kolbrún Halldórsdóttir segir að jarðvegurinn undir skólagjöld hafi verið undirbúinn með því að ýta undir ríkisstyrkta einkaskóla. Sameining Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík hafi haft þar mikla þýðingu. Með því hafi verið ákveðið að ákveðnar greinar í tækninámi á háskólastigi standi fólki ekki til boða, nema gegn greiðslu hárra skólagjalda. Þetta er forkastanlegt og með þessu hefur verið brotið blað segir Kolbrún. Efnaminna fólk og konur fara nú að hugsa sig tvisvar um hvort það fari í háskólanám. Samfylkingin hefur sagt að það komi til greina að skoða gjaldtöku af nemendum í framhaldsnámi á háskólastigi. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist almennt séð lítast illa á skólagjaldavæðingu sjálfstæðismanna á háskóalstiginu en finnst gjaldtaka koma til greina í ákveðnum tegundum framhaldsnáms að uppfylltum vissum skilyrðum. Það þurfi hins vegar að skoða heildarfjármögnun háskólastigsins til framtíðar í þessu sambandi. Björgvin segir ríkisháskólana hafa verið fjársvelta út í horn og því séu skólagjöld komin í umræðuna.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira