Erlent

Hætti vegna sviðsskrekks

Sviðsskrekkur varð til þess að frambjóðandi til þingkosninga í Indíanafylki í Bandaríkjunum yfirgaf skyndilega svið þar sem fara áttu fram kappræður síðasta fimmtudag. "Ég get þetta ekki. Ég bara get þetta ekki. Fyrirgefið þið," sagði Maria Parra, frambjóðandi demókrata, en hún er 48 ára gamall tryggingasali og nýgræðingur í stjórnmálum. Þar með lauk einu kappræðunum sem hún átti að taka þátt í, en í þeim átti hún að mæta frambjóðanda repúblikana, Mark Souder. Verið var að taka kappræðurnar upp fyrir sjónvarp og átti að sýna þær núna um helgina. Parra viðurkenndi að uppákoman kynni að koma niður á pólitískum frama hennar, en vonaðist til að kjósendur myndu sýna henni skilning.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×