Hugmyndafræði í stað hagkvæmni 22. október 2004 00:01 Skattar - Guðmundur Örn Jónsson Vegna umræðu um skattamál upp á síðkastið er áhugavert að líta á hvað nóbelsverðlaunahafinn og fyrrum efnahagsráðgjafi Bill Clinton, Joseph Stiglitz, segir um málefnið í bók sinni "Economics of the Public Sector". Samkvæmt kenningunni um markaðshagkerfið stjórnar verðmyndun á markaði framboði og eftirspurn. Skattar hins opinbera sem lagðir eru á ýmis verðmæti gera þau aftur á móti dýrari. Það leiðir gjarnan til minni eftirspurnar og framboðs á þeim, sem svo minnkar umsvifin í hagkerfinu og almenna hagsæld. Stiglitz bendir á að skattar séu skaðlegir í öðru veldi. T.d. að 2% skattur er fjórum sinnum skaðlegri en 1% skattur, og 10% skattur er 100 sinnum skaðlegri en 1% skattur. Þess vegna ætti ríkisvaldið að hafa marga lága skatta í stað fárra hárra, en þetta er t.d. þvert á fyrirætlanir núverandi stjórnvalda, sem ætla alfarið að fella niður nokkra skatta. Stiglitz fjallar einnig um sérstök áhrif tekjuskatts. Ólíkt öðrum sköttum virðist hann almennt ekki minnka framboð á vinnuafli og leiddi t.d. álagning hátekjuskatts í Bandaríkjunum í tíð Bill Clinton til þess að hátekjumenn unnu meira. Ástæðan er einfaldlega sú að fólk metur sinn frítíma til fjár. Á móti meiri fjármunum sem fólk fær í vasann fyrir hverja vinnustund eftir lækkun skatta þarf það einnig að vinna styttri vinnudag til að láta enda ná saman. Þannig getur það varið meiri tíma með fjölskyldunni og í áhugamál. Samkvæmt Stiglitz er það mikilvægast varðandi tekjuskatt að hann letji ekki fólk til að hefja störf og þarf því tekjuskattur að vera lágur á lágar tekjur. Samkvæmt því ættu íslensk stjórnvöld að hækka persónuafsláttinn í stað þess að lækka skattprósentuna ef markmiðið er að bæta almenna hagsæld. Íslensk stjórnvöld ætla að gera þveröfugt og hafa rökstutt þá stefnu með fullyrðingum sem ganga þvert á reynslu Bandaríkjamanna og rannsóknir Stiglitz. Annað sem ekki hefur verið minnst á í umræðunni um skattamál er að hið opinbera getur innheimt tekjur á öðrum vettvangi án þess að hafa áhrif á umsvif í hagkerfinu. Uppboð á náttúruauðlindum, svo sem fjarskiptarásum og veiðiheimildum, breyta í engu framboði þeirra þar sem þau eru frá náttúrunnar hendi takmörkuð. Þau eru því skynsamlegri tekjustofn fyrir ríkið en flestir skattar. Þetta er einnig sú leið sem Norðmenn hafa farið við nýtingu olíuauðlinda sinna, en þeir eru líklegast eina þjóðin í heiminum sem komist hefur ósködduð frá því að vera rík af náttúruauðlindum. Að ofansögðu virðist skattastefna núverandi ríkisstjórnar stjórnast meira af hugmyndafræði en hagkvæmisrökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Skattar - Guðmundur Örn Jónsson Vegna umræðu um skattamál upp á síðkastið er áhugavert að líta á hvað nóbelsverðlaunahafinn og fyrrum efnahagsráðgjafi Bill Clinton, Joseph Stiglitz, segir um málefnið í bók sinni "Economics of the Public Sector". Samkvæmt kenningunni um markaðshagkerfið stjórnar verðmyndun á markaði framboði og eftirspurn. Skattar hins opinbera sem lagðir eru á ýmis verðmæti gera þau aftur á móti dýrari. Það leiðir gjarnan til minni eftirspurnar og framboðs á þeim, sem svo minnkar umsvifin í hagkerfinu og almenna hagsæld. Stiglitz bendir á að skattar séu skaðlegir í öðru veldi. T.d. að 2% skattur er fjórum sinnum skaðlegri en 1% skattur, og 10% skattur er 100 sinnum skaðlegri en 1% skattur. Þess vegna ætti ríkisvaldið að hafa marga lága skatta í stað fárra hárra, en þetta er t.d. þvert á fyrirætlanir núverandi stjórnvalda, sem ætla alfarið að fella niður nokkra skatta. Stiglitz fjallar einnig um sérstök áhrif tekjuskatts. Ólíkt öðrum sköttum virðist hann almennt ekki minnka framboð á vinnuafli og leiddi t.d. álagning hátekjuskatts í Bandaríkjunum í tíð Bill Clinton til þess að hátekjumenn unnu meira. Ástæðan er einfaldlega sú að fólk metur sinn frítíma til fjár. Á móti meiri fjármunum sem fólk fær í vasann fyrir hverja vinnustund eftir lækkun skatta þarf það einnig að vinna styttri vinnudag til að láta enda ná saman. Þannig getur það varið meiri tíma með fjölskyldunni og í áhugamál. Samkvæmt Stiglitz er það mikilvægast varðandi tekjuskatt að hann letji ekki fólk til að hefja störf og þarf því tekjuskattur að vera lágur á lágar tekjur. Samkvæmt því ættu íslensk stjórnvöld að hækka persónuafsláttinn í stað þess að lækka skattprósentuna ef markmiðið er að bæta almenna hagsæld. Íslensk stjórnvöld ætla að gera þveröfugt og hafa rökstutt þá stefnu með fullyrðingum sem ganga þvert á reynslu Bandaríkjamanna og rannsóknir Stiglitz. Annað sem ekki hefur verið minnst á í umræðunni um skattamál er að hið opinbera getur innheimt tekjur á öðrum vettvangi án þess að hafa áhrif á umsvif í hagkerfinu. Uppboð á náttúruauðlindum, svo sem fjarskiptarásum og veiðiheimildum, breyta í engu framboði þeirra þar sem þau eru frá náttúrunnar hendi takmörkuð. Þau eru því skynsamlegri tekjustofn fyrir ríkið en flestir skattar. Þetta er einnig sú leið sem Norðmenn hafa farið við nýtingu olíuauðlinda sinna, en þeir eru líklegast eina þjóðin í heiminum sem komist hefur ósködduð frá því að vera rík af náttúruauðlindum. Að ofansögðu virðist skattastefna núverandi ríkisstjórnar stjórnast meira af hugmyndafræði en hagkvæmisrökum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar