Erlent

55 hafa týnt lífi í Japan

Öflugasti og mannskæðasti fellibylur sem gengið hefur yfir Japan olli flóðum og skriðum þar í nótt og gærdag. 55 hið minnsta týndu lífi í veðurofsanum og þrjátíu og þriggja er enn saknað. Björgunarmenn eiga nú í kappi við tímann og reyna eftir megni að bjarga fólki sem grafið er í aur og eðju. Fellibylurinn Tokage er tíundi fellibylurinn sem gengur yfir Japan í ár, og náði hann yfir geisistórt svæði. Talið er að radíusinn hafi verið um 500 kílómetrar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×