Sport

Iverson rekinn út af

Það er ekki að spyrja að því þegar vandræðamelurinn Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers, er annars vegar. Liðið lék æfingaleik við Toronto Raptors í undirbúningstímabili NBA í fyrrakvöld. Í öðrum fjórðungi átti Iverson eitthvað vantalað við dómara leiksins og uppskar tæknivillu fyrir vikið. Hann lét ekki deigan síga og var sendur í sturtu um miðjan fjórðunginn. Sixers vann leikinn, 108-103 og leikur gegn New Orleans Hornets í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×