Erlent

Átök skyggja á föstumánuð

Föstumánuður múslima hófst í dag en skugga ber á vegna átaka. Þetta er mikill helgimánuður, tími pílagrímaferða, bæna og hugleiðinga og múslimar fá sér hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Í Írak halda átök hins vegar áfram, meðal annars í Fallujah þar sem bandarískar herþotur gerðu loftárásir í nótt. Talið er að þeim hafi verið ætlað að kveða niður tilraunir hryðjuverkamanna til árása í upphafi föstumánaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×