Allt hægt sé sjálfstraust til 13. október 2004 00:01 "Ég einbeiti mér að mínu starfi með U21 árs liðinu og vona að draumurinn um að komast í A-landsliðið komi síðar," segir Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður með Víking í Noregi, en hann hefur staðið sig vonum framar með íslenska U21 árs landsliðinu og hefur skorað öll sex mörk liðsins í riðlakeppninni. Spurningar hafa vaknað upp hvort ekki sé þörf fyrir slíkan mann í aðalliði Ásgeirs og Loga en Hannes segir það ekkert sérstakt keppikefli eins og sakir standa. Hannes spilaði afbragðsvel ásamt liðinu öllu þegar góður 3-1 sigur vannst á U21 árs liði Svía í Grindavík á þriðjudaginn var. "Heppni er alltaf hluti af þessu en gegn Svíum var allt liðið að spila vel og þess vegna fékk ég góð tækifæri til að skora," segir Hannes, en liðið hefur nú unnið tvo leiki og tapað tveimur. "Þetta var bara okkar dagur. Við vorum allir frískir og náðum þeim leik sem við vildum. Létum þá lítið stjórna spilinu og niðurstaðan var okkur í hag. Við vissum alltaf að okkar lið var ekki verra en það sænska og þegar sjálfstraustið er í góðu lagi eins og þarna var er allt hægt." Hannes hefur leikið fyrir norska liðið Víking frá Stafangri um tíma en samningur hans við liðið rennur út í desember. Hann vill ekki gefa upp hvað tekur við eftir það en hann hefur fengið færri tækifæri með Viking en hann vonaðist eftir. "Ég hef ekki fengið eins mörg tækifæri og ég vildi. Þeir vilja þó hafa mig áfram og hafa boðið mér áframhaldandi samning en ég ætla að taka mér góðan tíma til að taka ákvörðun." Hannes vill ekki gefa upp hvort önnur félög hafi sóst eftir hæfileikum hans en víst er að sex mörk í tveimur U21 árs landsleikjum auka möguleika á að fleiri félög hugsi sér gott til glóðarinnar. "Ég er ekkert að flýta mér að taka ákvörðun. Það hafa orðið breytingar hjá Víking eftir að Roy Hodgson tók við þjálfun liðsins og verið getur að ég fái fleiri tækifæri en verið hefur en slíkt mun að sjálfsögðu hafa áhrif á ákvörðun mína þegar þar að kemur." Lið Víking er í botnbaráttunni í norsku deildinni en þarf að líkindum aðeins einn sigur í þeim fjórum leikjum sem eftir eru til að bjarga sér af hættusvæðinu. Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira
"Ég einbeiti mér að mínu starfi með U21 árs liðinu og vona að draumurinn um að komast í A-landsliðið komi síðar," segir Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður með Víking í Noregi, en hann hefur staðið sig vonum framar með íslenska U21 árs landsliðinu og hefur skorað öll sex mörk liðsins í riðlakeppninni. Spurningar hafa vaknað upp hvort ekki sé þörf fyrir slíkan mann í aðalliði Ásgeirs og Loga en Hannes segir það ekkert sérstakt keppikefli eins og sakir standa. Hannes spilaði afbragðsvel ásamt liðinu öllu þegar góður 3-1 sigur vannst á U21 árs liði Svía í Grindavík á þriðjudaginn var. "Heppni er alltaf hluti af þessu en gegn Svíum var allt liðið að spila vel og þess vegna fékk ég góð tækifæri til að skora," segir Hannes, en liðið hefur nú unnið tvo leiki og tapað tveimur. "Þetta var bara okkar dagur. Við vorum allir frískir og náðum þeim leik sem við vildum. Létum þá lítið stjórna spilinu og niðurstaðan var okkur í hag. Við vissum alltaf að okkar lið var ekki verra en það sænska og þegar sjálfstraustið er í góðu lagi eins og þarna var er allt hægt." Hannes hefur leikið fyrir norska liðið Víking frá Stafangri um tíma en samningur hans við liðið rennur út í desember. Hann vill ekki gefa upp hvað tekur við eftir það en hann hefur fengið færri tækifæri með Viking en hann vonaðist eftir. "Ég hef ekki fengið eins mörg tækifæri og ég vildi. Þeir vilja þó hafa mig áfram og hafa boðið mér áframhaldandi samning en ég ætla að taka mér góðan tíma til að taka ákvörðun." Hannes vill ekki gefa upp hvort önnur félög hafi sóst eftir hæfileikum hans en víst er að sex mörk í tveimur U21 árs landsleikjum auka möguleika á að fleiri félög hugsi sér gott til glóðarinnar. "Ég er ekkert að flýta mér að taka ákvörðun. Það hafa orðið breytingar hjá Víking eftir að Roy Hodgson tók við þjálfun liðsins og verið getur að ég fái fleiri tækifæri en verið hefur en slíkt mun að sjálfsögðu hafa áhrif á ákvörðun mína þegar þar að kemur." Lið Víking er í botnbaráttunni í norsku deildinni en þarf að líkindum aðeins einn sigur í þeim fjórum leikjum sem eftir eru til að bjarga sér af hættusvæðinu.
Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira