Sport

Slæmur dagur fyrir Ísland

"Stórsigur gegn Íslandi á útivelli er alveg ástæða til að leyfa sér að brosa og vera ánægður," sagði Lars Lagerback, þjálfari sænska liðsins en ekki duldist neinum að þungu fargi var af honum létt að leik loknum. Var hann sammála leikmönnum sínum að honum hefði komið á óvart hversu auðvelt reyndist að brjóta Íslendinga á bak aftur. "Landslið ykkar átti slæman dag en ég tel enn að mun meira búi í því en fram kom hér gegn okkur. Þið hafið verið afar óheppnir líka. Mér fannst Ísland eiga góða möguleika gegn Ungverjum og þeir voru vissulega betri gegn Möltu. Mín reynsla af leikjum gegn Íslandi er slæm því alltaf þarf að hafa fyrir hlutunum hér. Nú gerðist það hins vegar að þeir biðu eftir okkur á vellinum og leyfðu okkur að koma fram og ég tel að það hafi verið mistök eins og kom reyndar í ljós með stóru tapi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×