Mömmu dreymdi að ég skoraði 11. október 2004 00:01 Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur marga hildi háð við landslið Svía í gegnum árin. Fyrsti leikur liðanna fór fram í Reykjavík árið 1951 og voru Svíar þáverandi Ólympíumeistarar. Það var því ekki búist við miklu af Íslendingum og þó svo að sænska liðið hafði gengið í gegnum einhverjar breytingar frá Ólympíuleikunum þremur árum áður þá áttu þeir að heita öruggir með sigur. Íslendingar létu spá manna ekkert á sig fá og báru sigur út býtum, 4-3. Ríkharður Jónsson, ungur piltur af Akranesi, skoraði öll mörk íslenska liðsins í leiknum. Fréttablaðið setti sig í samband við Ríkharð og fékk hann til að rifja upp leikinn. "Já, þú segir það. Þetta er eins og á jólunum þegar fólkið tekur fram silfrið til að pússa það," sagði Ríkharður, glaður í bragði þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hans. "Ég man eftir því að dagurinn var þannig að ég var að mála nýjan bát sem var í smíðum vestur í slipp hjá Þorgeiri og Ellerti. Mætti þar tuttugu mínútur yfir sjö um morguninn. Þessi slippur er á Akranesi og ég fór til foreldra minna í kaffi klukkan hálftíu. Þá sagði móðir mín að við myndum vinna Svíanna. Ég náttúrulega hló eins og gefur að skilja. "Þið vinnið þá, þú skorar 5 mörk eða átt þátt í þeim öllum," sagði hún. Hún sagðist hafa dreymt þetta um nóttina og að ég ætti að búast við að það yrði eitthvað þessu líkt. @.mfyr:Félagarnir hlógu @megin:Ég var nýfluttur úr Reykjavík upp á Akranes. Ég hafði verið í landsliðinu frá stofnun þess árið 1946. Svo bættust við tveir Skagamenn í liðið, þeir Þórður Þórðarson og Guðjón Finnbogason. Við vorum samferða á leiðinni til Reykjavíkur og ég náttúrulega sagði þeim hvað mamma gamla hafði sagt. Þeir hlógu svo mikið að það munaði ekki miklu að við færum útaf. Svo vinnum við Svíanna og ég geri fimm mörk í leiknum. Eitt þeirra er dæmt af vegna rangstöðu. Þannig að ég átti ekki þátt í ölllum mörkunum, ég bara gerði þau öll. Ég efast um að þetta hafi verið nokkur rangstaða enda var hún umdeild á sínum tíma." Að sögn Ríkharðs var ekki búist við miklu af íslenska liðinu og var leikmönnum liðsins gert það ljóst á fundi fyrir leik. "Eftir að ég var búinn að drekka kaffi hjá móður minni þá fór ég aftur upp í slipp í vinnuna. Ég átti að mæta á töflufund hjá Ólafi B (?), þáverandi landsliðsþjálfara, vestur í KR-heimili kl. 17. Við mættum þar og það var farið yfir stöðuna. Ég man það enn þann dag að það var ekki reiknað með að við myndum vinna með þessari taktík en við vorum ekki að leggja upp úr varnarleik. Það var ekki verið að spá í því hvort við myndum tapa með einu marki eða tveimur. Það þótti bara skylda að spila þannig leik að menn hefðu gaman að því og ekki síður fólkið." @.mfyr:Norðurlöndin lögð @megin:Ég held að ég hafi skorað tvö mörk í hverjum hálfleik. Það urðu ægileg læti á vellinum, fólkið öskraði svo hátt. Þá hafði Baldur Jónsson vallarvörður tilkynnt það að frjálsíþróttamennirnir úti á Bislet í Osló hefðu unnið Noreg og Danmörk í landskeppni milli liðanna. Ísland lagði báðar þjóðirnar. Það þótti síðan mikil búbót þegar við unnum Svíana því með því höfðum við lagt allar Norðurlandaþjóðirnar á sama deginum," sagði Ríkharður. Ríkharður fullyrðir ennfremur að lítið hafi verið spáð í varnarleik á þessum árum. "Ég man aldrei eftir því á þessum árum að það væri verið að tala um að spila varnarleik eins og er oft á tíðum þungamiðjan í dag. Það voru 11 Danir eða Finnar og við vorum 11. Það var alltaf talin einhver von í því að vera jafnmargir. Þetta fór svona og við unnum Svíana 4-3. Þetta var reyndar ekki fyrsti sigur landsliðsins frá því að það fór í gang árið 1946 því áður hafði liðið unnið Finnland. Það var að vísu ekki dónalegur árangur að vinna Svíana því þeir voru þáverandi Ólympíumeistarar frá leikunum í London 1948," sagði Ríkharður Jónsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu. smari@frettabladid.is Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur marga hildi háð við landslið Svía í gegnum árin. Fyrsti leikur liðanna fór fram í Reykjavík árið 1951 og voru Svíar þáverandi Ólympíumeistarar. Það var því ekki búist við miklu af Íslendingum og þó svo að sænska liðið hafði gengið í gegnum einhverjar breytingar frá Ólympíuleikunum þremur árum áður þá áttu þeir að heita öruggir með sigur. Íslendingar létu spá manna ekkert á sig fá og báru sigur út býtum, 4-3. Ríkharður Jónsson, ungur piltur af Akranesi, skoraði öll mörk íslenska liðsins í leiknum. Fréttablaðið setti sig í samband við Ríkharð og fékk hann til að rifja upp leikinn. "Já, þú segir það. Þetta er eins og á jólunum þegar fólkið tekur fram silfrið til að pússa það," sagði Ríkharður, glaður í bragði þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hans. "Ég man eftir því að dagurinn var þannig að ég var að mála nýjan bát sem var í smíðum vestur í slipp hjá Þorgeiri og Ellerti. Mætti þar tuttugu mínútur yfir sjö um morguninn. Þessi slippur er á Akranesi og ég fór til foreldra minna í kaffi klukkan hálftíu. Þá sagði móðir mín að við myndum vinna Svíanna. Ég náttúrulega hló eins og gefur að skilja. "Þið vinnið þá, þú skorar 5 mörk eða átt þátt í þeim öllum," sagði hún. Hún sagðist hafa dreymt þetta um nóttina og að ég ætti að búast við að það yrði eitthvað þessu líkt. @.mfyr:Félagarnir hlógu @megin:Ég var nýfluttur úr Reykjavík upp á Akranes. Ég hafði verið í landsliðinu frá stofnun þess árið 1946. Svo bættust við tveir Skagamenn í liðið, þeir Þórður Þórðarson og Guðjón Finnbogason. Við vorum samferða á leiðinni til Reykjavíkur og ég náttúrulega sagði þeim hvað mamma gamla hafði sagt. Þeir hlógu svo mikið að það munaði ekki miklu að við færum útaf. Svo vinnum við Svíanna og ég geri fimm mörk í leiknum. Eitt þeirra er dæmt af vegna rangstöðu. Þannig að ég átti ekki þátt í ölllum mörkunum, ég bara gerði þau öll. Ég efast um að þetta hafi verið nokkur rangstaða enda var hún umdeild á sínum tíma." Að sögn Ríkharðs var ekki búist við miklu af íslenska liðinu og var leikmönnum liðsins gert það ljóst á fundi fyrir leik. "Eftir að ég var búinn að drekka kaffi hjá móður minni þá fór ég aftur upp í slipp í vinnuna. Ég átti að mæta á töflufund hjá Ólafi B (?), þáverandi landsliðsþjálfara, vestur í KR-heimili kl. 17. Við mættum þar og það var farið yfir stöðuna. Ég man það enn þann dag að það var ekki reiknað með að við myndum vinna með þessari taktík en við vorum ekki að leggja upp úr varnarleik. Það var ekki verið að spá í því hvort við myndum tapa með einu marki eða tveimur. Það þótti bara skylda að spila þannig leik að menn hefðu gaman að því og ekki síður fólkið." @.mfyr:Norðurlöndin lögð @megin:Ég held að ég hafi skorað tvö mörk í hverjum hálfleik. Það urðu ægileg læti á vellinum, fólkið öskraði svo hátt. Þá hafði Baldur Jónsson vallarvörður tilkynnt það að frjálsíþróttamennirnir úti á Bislet í Osló hefðu unnið Noreg og Danmörk í landskeppni milli liðanna. Ísland lagði báðar þjóðirnar. Það þótti síðan mikil búbót þegar við unnum Svíana því með því höfðum við lagt allar Norðurlandaþjóðirnar á sama deginum," sagði Ríkharður. Ríkharður fullyrðir ennfremur að lítið hafi verið spáð í varnarleik á þessum árum. "Ég man aldrei eftir því á þessum árum að það væri verið að tala um að spila varnarleik eins og er oft á tíðum þungamiðjan í dag. Það voru 11 Danir eða Finnar og við vorum 11. Það var alltaf talin einhver von í því að vera jafnmargir. Þetta fór svona og við unnum Svíana 4-3. Þetta var reyndar ekki fyrsti sigur landsliðsins frá því að það fór í gang árið 1946 því áður hafði liðið unnið Finnland. Það var að vísu ekki dónalegur árangur að vinna Svíana því þeir voru þáverandi Ólympíumeistarar frá leikunum í London 1948," sagði Ríkharður Jónsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu. smari@frettabladid.is
Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira