Sport

Malone á æfingu hjá Lakers

Póstmaðurinn Karl Malone sást heimsækja fyrrum félaga sína hjá LA Lakers sem voru að æfingum um helgina og gaf þeim orðrómi um að hann ætlaði sér að keppa í vetur byr undir báða vængi. Malone sjálfur tók þó fyrir slíkt og er enn alls óvíst hvort hann hyggst spila meira í NBA. Gekkst kappinn undir skurðaðgerð í júní og þegar hann fékk sig lausan undan samningi við Lakers skömmu síðar héldu flestir að þessi 41 árs gamla körfuboltastjarna væri endanlega hættur. Umboðsmaður hans segir hann þó enn vera að velta málum fyrir sér en NBA keppnin hefst að nýju innan tíðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×