Sport

Einu skrefi frá alþjóðlegum titli

Björn Þorfinnsson tryggði sér sinn annan áfanga að alþjóðlegum meistaratitli í skák með góðri frammistöðu með Taflfélaginu Helli á Evrópumóti taflfélaga. Björn tefldi á öðru borði og hlaut 3,5 vinning gegn sterkum andstæðingum. Björn vantar nú aðens einn áfanga í viðbót til að ná alþjóðlega titlinum. Sigurður Daði Sigfússon var einnig mjög nærri áfanga á mótinu en einstök óheppni kom í veg fyrir það þar sem andstæðingarnir stilltu upp varamanni á 5. borði sem þýddi það að meðalstig andstæðinga hans voru örlítið of lág. Hann hlaut fimm vinninga í sjö skákum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×