Þörf á áætlun um fækkun slysa 8. október 2004 00:01 Slysavarnir í umferðinni - Gunnar H. Gunnarsson Á þingi Neytendasamtakanna, sem haldið var dagana 24. og 25. september s.l., lagði ég fram eftirfarandi tilögu að áskorun á ríkisstjórnina og var hún einróma samþykkt: "Gerð verði vönduð áætlun um fækkun alvarlega slasaðra og dáinna í umferðarslysum á Íslandi. Þessi áætlun innihaldi fjárhags- og framkvæmdaáætlun og verði sambærileg við þær bestu á þessu sviði á Norðurlöndunum og í V-Evrópu. Unnið verði eftir áætluninni á árunum 2001 – 2003. Hið sama verði einnig látið gilda um fækkun alvarlega slasaðra í umferðarslysum á Íslandi". Tillögunni fylgdi eftirfarandi greinargerð: "Á vegum dómsmálaráðuneytisins var í gildi áætlun um 20% fækkun alvarlega slasaðra og dáinna í umferðinni fyrir aldamót. Það takmark náðist ekki að fullu vegna þess að sú áætlun innihélt enga fjárhags – og framkvæmdaáætlun. Með nágrannalöndin og Reykjavíkurborg sem fyrirmynd ætti ríkisvaldið að gera svona áætlun og vinna eftir henni, enda yrði það mjög þjóðhagslega arðbært, fyrir utan að hún myndi fækka verulega þeim mannlegu harmleikjum sem umferðarslysin valda". Nú kynni einhver að spyrja: "Hefur borgin staðið sig eitthvað betur í þessu efni?" Svarið er já og það er auðvelt að sýna fram á það, sbr. eftirfarandi útreikning, þar sem gengið er út frá því að þjóðhagslegur kostnaður vegna eins dáins sé 60 milljónir króna, vegna eins alvarlega slasaðs sé 30 milljónir króna og vegna eins minni háttar slasaðs sé 6 milljónir króna. Heildarmeðalkostnaður á ári (K) fyrir þjóðarbúið vegna umferðarslysa í Reykjavík annars vegar og utan höfuðborgarinnar hins vegar á fjögurra ára tímabili, þ.e. 1996 – 1999 og 2000 – 2003, er eftirfarandi: Fyrir fyrri fjögur árin að meðaltali á ári: K (Reykjavík)= 6350 milljónir króna og K (utan Reykjavíkur) = 9560 milljónir króna. Fyrir seinni fjögur árin að meðaltali á ári: K (Reykjavík ) = 4150 milljónir króna og K (utan Reykjavíkur) =9510 milljónir króna. Minnkun umferðarslysakostnaðar á ofangreindu tímabili er í Reykjavík (6350 mínus 4150) = 2200 milljónir króna, en einungis (9560 mínus 9510 ) = 50 milljónir króna utan Reykjavíkur. Ástæðan fyrir þessum gífurlega mun er alveg ljós, unnið hefur verið skipulega að þessum málum í Reykjavík, í upp undir áratug og sett árlega fjárveiting í þau, upp á hér um bil 200 milljónir króna á meðan ríkið hefur ekki unnið skipulega að þeim og veitt í þau litlu fé. Höfundur er deildarverkfræðingur á Umferðardeild borgarverkfræðings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Slysavarnir í umferðinni - Gunnar H. Gunnarsson Á þingi Neytendasamtakanna, sem haldið var dagana 24. og 25. september s.l., lagði ég fram eftirfarandi tilögu að áskorun á ríkisstjórnina og var hún einróma samþykkt: "Gerð verði vönduð áætlun um fækkun alvarlega slasaðra og dáinna í umferðarslysum á Íslandi. Þessi áætlun innihaldi fjárhags- og framkvæmdaáætlun og verði sambærileg við þær bestu á þessu sviði á Norðurlöndunum og í V-Evrópu. Unnið verði eftir áætluninni á árunum 2001 – 2003. Hið sama verði einnig látið gilda um fækkun alvarlega slasaðra í umferðarslysum á Íslandi". Tillögunni fylgdi eftirfarandi greinargerð: "Á vegum dómsmálaráðuneytisins var í gildi áætlun um 20% fækkun alvarlega slasaðra og dáinna í umferðinni fyrir aldamót. Það takmark náðist ekki að fullu vegna þess að sú áætlun innihélt enga fjárhags – og framkvæmdaáætlun. Með nágrannalöndin og Reykjavíkurborg sem fyrirmynd ætti ríkisvaldið að gera svona áætlun og vinna eftir henni, enda yrði það mjög þjóðhagslega arðbært, fyrir utan að hún myndi fækka verulega þeim mannlegu harmleikjum sem umferðarslysin valda". Nú kynni einhver að spyrja: "Hefur borgin staðið sig eitthvað betur í þessu efni?" Svarið er já og það er auðvelt að sýna fram á það, sbr. eftirfarandi útreikning, þar sem gengið er út frá því að þjóðhagslegur kostnaður vegna eins dáins sé 60 milljónir króna, vegna eins alvarlega slasaðs sé 30 milljónir króna og vegna eins minni háttar slasaðs sé 6 milljónir króna. Heildarmeðalkostnaður á ári (K) fyrir þjóðarbúið vegna umferðarslysa í Reykjavík annars vegar og utan höfuðborgarinnar hins vegar á fjögurra ára tímabili, þ.e. 1996 – 1999 og 2000 – 2003, er eftirfarandi: Fyrir fyrri fjögur árin að meðaltali á ári: K (Reykjavík)= 6350 milljónir króna og K (utan Reykjavíkur) = 9560 milljónir króna. Fyrir seinni fjögur árin að meðaltali á ári: K (Reykjavík ) = 4150 milljónir króna og K (utan Reykjavíkur) =9510 milljónir króna. Minnkun umferðarslysakostnaðar á ofangreindu tímabili er í Reykjavík (6350 mínus 4150) = 2200 milljónir króna, en einungis (9560 mínus 9510 ) = 50 milljónir króna utan Reykjavíkur. Ástæðan fyrir þessum gífurlega mun er alveg ljós, unnið hefur verið skipulega að þessum málum í Reykjavík, í upp undir áratug og sett árlega fjárveiting í þau, upp á hér um bil 200 milljónir króna á meðan ríkið hefur ekki unnið skipulega að þeim og veitt í þau litlu fé. Höfundur er deildarverkfræðingur á Umferðardeild borgarverkfræðings.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar