Hlutur kvenna gleymist ekki 29. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ýmsir hafa veitt því athygli að stöðuveitingar og ráðningar í ábyrgðar- og stjórnunarstörf virðast oftar vekja upp umræður um jafnréttismál kynjanna hér á landi en í löndunum í kringum okkur. Skýringin er líklega ekki sú að íslenskar konur séu kröfuharðari og hörundsárari en kynsystur þeirra meðal nágrannaþjóðanna. Skýringin er fremur sú að staða íslenskra kvenna er á þessu sviði lakari en í flestum nálægum löndum eins og tölulegar upplýsingar sýna. Hvert nýtt tilvik þar sem karl er tekinn fram yfir jafnhæfa konu vekur því meiri athygli en ella. Algeng viðbrögð við kvörtunum af þessu tagi er að óeðlilegt sé að láta kynferði eitt ráða ferðinni. Grundvallaratriði sé að menntun, þekking og reynsla hvers einstaklings fái að njóta sín í starfi og þeir eiginleikar megi ekki falla í skuggann fyrir áherslum á kynferðið eitt. Margt er til í þessu. Blind kvótaskipting kynjanna við stöðuveitingar og starfsráðningar er tæpast til farsældar. En svolítil umhugsun um stöðu kynjanna á vinnumarkaði og annars staðar í þjóðfélaginu hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort það geti virkilega verið að hæfileikum fólks í þessu landi sé svo misskipt að drýgsti hlutur þeirra hafi af einhverjum dularfullum ástæðum fundið sér bólstað hjá karlkyninu. Er ekki meiri ástæða til að ætla að ástæðan fyrir því að konur verða sjaldnar en karlar fyrir valinu þegar ráðið er í há embætti og forystustörf að karlarnir sem fyrir eru eða halda um taumana bak við tjöldin séu meðvitað og ómeðvitað að standa vörð um það sem þeir telja vera hagsmuni sína; þeir séu þegar öllu er á botninn hvolft gamaldags, íhaldssamir og fordómafullir? Það var gott fyrir Þjóðleikhúsið og gott fyrir þjóðfélagið að Tinna Gunnlaugsdóttir var á dögunum ráðin þjóðleikhússtjóri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra má gjarnan fylgja þeirri stöðuveitingu eftir. Tölur frá árinu 2002 sýna að af 56 forstöðumönnum stofnana á vegum ráðuneytisins voru aðeins fimmtán konur. Er þó hlutfallið þar konum síst óhagstæðara en í öðrum ráðuneytum. Forystumenn atvinnu- og viðskiptalífsins í landinu þurfa líka að taka sér tak. Tölur sýna að karlar eru langtum fleiri en konur í stjórnum fyrirtækja og stjórnunarstörfum. Nýleg athugun leiddi í ljós að í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru nítján karlar fyrir hverja eina konu. Fyrir dyrum stendur skipun dómara í Hæstarétt Íslands. Af níu dómurum við réttinn eru tvær konur og á önnur þeirra aðeins tvö ár eftir til starfsloka. Einkennilegt og óvenjulegt er að í umræðunum í aðdraganda skipunar í embættið hefur varla nokkur maður nefnt nafn eina kvenumsækjandans um embættið, Hjördísar Hákonardóttur, sem þó hefur ótvíræða hæfileika til starfans og yrði réttinum áreiðanlega ekki síður til styrktar en karlumsækjendurnir sem verið hafa í sviðsljósinu. Í staðinn hefur orðið mikill karlaslagur um embættið með háværri og óvæginni pólitískri umræðu um það hvort einn karlumsækjendanna hafi notið nægilegrar sanngirni í umsögn Hæstaréttar. Minnir sá atgangur svolítið á hross með blöðkur sem hlaupa af þvílíkum ákafa að marki að þau skeyta ekki um þótt vaðið sé yfir forað og kálgarð. Það hallar á konur í Hæstarétti og eðlilegt er því að sá sem fer með veitingarvaldið hugi af alvöru að því atriði þegar skipað er í embættið og láti hávaðann og þytinn frá hrossunum ekki villa sér sýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ýmsir hafa veitt því athygli að stöðuveitingar og ráðningar í ábyrgðar- og stjórnunarstörf virðast oftar vekja upp umræður um jafnréttismál kynjanna hér á landi en í löndunum í kringum okkur. Skýringin er líklega ekki sú að íslenskar konur séu kröfuharðari og hörundsárari en kynsystur þeirra meðal nágrannaþjóðanna. Skýringin er fremur sú að staða íslenskra kvenna er á þessu sviði lakari en í flestum nálægum löndum eins og tölulegar upplýsingar sýna. Hvert nýtt tilvik þar sem karl er tekinn fram yfir jafnhæfa konu vekur því meiri athygli en ella. Algeng viðbrögð við kvörtunum af þessu tagi er að óeðlilegt sé að láta kynferði eitt ráða ferðinni. Grundvallaratriði sé að menntun, þekking og reynsla hvers einstaklings fái að njóta sín í starfi og þeir eiginleikar megi ekki falla í skuggann fyrir áherslum á kynferðið eitt. Margt er til í þessu. Blind kvótaskipting kynjanna við stöðuveitingar og starfsráðningar er tæpast til farsældar. En svolítil umhugsun um stöðu kynjanna á vinnumarkaði og annars staðar í þjóðfélaginu hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort það geti virkilega verið að hæfileikum fólks í þessu landi sé svo misskipt að drýgsti hlutur þeirra hafi af einhverjum dularfullum ástæðum fundið sér bólstað hjá karlkyninu. Er ekki meiri ástæða til að ætla að ástæðan fyrir því að konur verða sjaldnar en karlar fyrir valinu þegar ráðið er í há embætti og forystustörf að karlarnir sem fyrir eru eða halda um taumana bak við tjöldin séu meðvitað og ómeðvitað að standa vörð um það sem þeir telja vera hagsmuni sína; þeir séu þegar öllu er á botninn hvolft gamaldags, íhaldssamir og fordómafullir? Það var gott fyrir Þjóðleikhúsið og gott fyrir þjóðfélagið að Tinna Gunnlaugsdóttir var á dögunum ráðin þjóðleikhússtjóri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra má gjarnan fylgja þeirri stöðuveitingu eftir. Tölur frá árinu 2002 sýna að af 56 forstöðumönnum stofnana á vegum ráðuneytisins voru aðeins fimmtán konur. Er þó hlutfallið þar konum síst óhagstæðara en í öðrum ráðuneytum. Forystumenn atvinnu- og viðskiptalífsins í landinu þurfa líka að taka sér tak. Tölur sýna að karlar eru langtum fleiri en konur í stjórnum fyrirtækja og stjórnunarstörfum. Nýleg athugun leiddi í ljós að í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru nítján karlar fyrir hverja eina konu. Fyrir dyrum stendur skipun dómara í Hæstarétt Íslands. Af níu dómurum við réttinn eru tvær konur og á önnur þeirra aðeins tvö ár eftir til starfsloka. Einkennilegt og óvenjulegt er að í umræðunum í aðdraganda skipunar í embættið hefur varla nokkur maður nefnt nafn eina kvenumsækjandans um embættið, Hjördísar Hákonardóttur, sem þó hefur ótvíræða hæfileika til starfans og yrði réttinum áreiðanlega ekki síður til styrktar en karlumsækjendurnir sem verið hafa í sviðsljósinu. Í staðinn hefur orðið mikill karlaslagur um embættið með háværri og óvæginni pólitískri umræðu um það hvort einn karlumsækjendanna hafi notið nægilegrar sanngirni í umsögn Hæstaréttar. Minnir sá atgangur svolítið á hross með blöðkur sem hlaupa af þvílíkum ákafa að marki að þau skeyta ekki um þótt vaðið sé yfir forað og kálgarð. Það hallar á konur í Hæstarétti og eðlilegt er því að sá sem fer með veitingarvaldið hugi af alvöru að því atriði þegar skipað er í embættið og láti hávaðann og þytinn frá hrossunum ekki villa sér sýn.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun