Innlent

Lítilli flugvél hlekktist á

Lítilli flugvél hlekktist á á Akureyrarflugvelli á tólfta tímanum. Einn maður var um borð og slapp hann lítið meiddur. Óhappið varð laust eftir klukkan ellefu. Vélin sem er af gerðinni Cessna tveggja sæta var í flugtaki til norðurs á Akureyrarflugvelli. Eftir að hafa lyfst aðeins af flugbrautinni skall hún niður aftur og skoppaði yrir öryggissvæði við enda brautarinnar og hafnaði í fjöruborðinu. Einn maður var um borð. Hann var fluttur á slysadeild, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hann lítið meiddur. Rannsóknarnefnd flugslysa fer með rannsókn málsins, en flugmaðurinn gaf þá skýringu að vélin hafi misst mótor eins og það er kallað, það er misst afl í flugtakinu. Að sögn lögreglu er flugmaðurinn þaulvanur flugmaður og aðstæður allar hinar bestu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×