Erlent

Sprautur óþarfar

Indverskir vísindamenn segjast hafa þróað nýja tegund lyfja sem munu leysa sprautur og pillur af hólmi. Um er að ræða hlaup sem fólk borðar og hefur sömu verkun og pillur og önnur lyf sem til dæmist hefur þurft að sprauta í fólk. Vísindamennirnir segja þetta vera byltingu því mun þægilegra sé fyrir fólk að gleypa hlaup en pillur. Þeir segja þetta vera sérstaklega gott fyrir fólk með króníska sjúkdóma sem taki mikið af lyfjum. Í stað þess að þurfa að sprauta sig á hverjum degi geti sykursjúkir borðað einn skammt af hlaupi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×