Erlent

Nýr ráðherra í Bosníu

Darko Matijasevic, hefur verið skipaður nýr innanríkisráðherra í serbneska hluta Bosníu-Hersegóvínu í staðinn fyrir Zoran Djeric. Djeric var rekinn í júní eftir þrýsting frá alþjóðlegum embættismönnum sem þótti hann ekki ganga nægilega hart á eftir mönnum sem grunaðir eru um að hafa framið stríðsglæpi í stríðinu á Balkanskaga fyrir níu árum. Vonir standa nú til þess að Matijasevic gangi harðar á eftir meintum stríðsglæpamönnum. Hann vann áður sem hernaðarráðgjafi fyrir NATO í Brussel í Belgíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×