Erlent

Ívan heldur áfram að skemma

Fellibylurinn Ivan sækir í sig veðrið og stefnir nú hraðbyri í áttina að Kúbu. Fjörutíu og sjö hafa farist í veðurofsanum í Karíbahafi. Ívan er einhver öflugasti fellibylur sem sögur fara af, en hann hefur nú náð styrkleikagráðu fimm, sem er hæsta stig sem slíkur bylur getur náð. Búist er við því að Ívan skelli á vesturströnd Kúbu í kvöld. Íbúar þar finna nú þegar fyrir fyrstu áhrifum fellibylsins en búist er við að hann nái fullum styrk sínum þar seinni partinn í dag með vindhviðum sem gætu náð allt upp í 70 metrum á sekúndu. Óttast er að sex til átta metra há flóðbylgja fylgi í kjölfarið. Veðurfræðingar telja nú líklegra að miðja fellibylsins verði nær Júkataskaga en Kúbu og verður hann þriðji öflugi fellibylurinn sem hrellir fólkið þar á mánuði. Þar sem Ívan hefur farið um hefur hann valdið gríðarlegri eyðileggingu, meðal annars á Grenada, en þar er Sólveig Ólafsdóttir, starfsmaður Rauða Krossins. Hún segir ástandið skelfilegt, eyðilegginguna ótrúlega og þær fréttir sem hafi borist frá Grenada engum orðum auknar. 90% bygginga hafi orðið fyrir skemmdum og íbúar séu í áfalli. Engin skilvirk skráning hafi farið fram á heimilislausum og mikil ringulreið ríki. Það eina sem Rauði Krossinn geti farið eftir séu upplýsingar héðan og þaðan, sem aflað er í samvinnu við aðrar hjálparstofnanir og fulltra ríkisstjórnarinnar. Hún segir að 60 þúsund manns af 100 þúsund íbúum hafi þurft að leita sér skjóls annars staðar en heima hjá sér vegna skemmda á húsum. Sólveig segir allar rafmagnslínur niðri og því sé erfitt að komast leiðar sinnar, rétt sé byrjað að hreinsa til í höfuðborginni og því sé aðeins auðveldara að fara um þar nú, en ekki sé gott að segja hver áhrif fellibylsins voru annars staðar á Eyjunni. Hún segir vatn af skornum skammti, en þó sé unnð að því að laga vatnskerfi landsins, sem sé þó erfitt vegna rafmagnsleysisns. Matvælaskorur sé líka orðinn mikill og engar búðir opnar, litlar matarbirgðir hafi borist og allir finni fyrir því, jafnt hjálparstarfsmenn sem íbúar á Grenada. Aðgangur að fæðu og rafmagni sé af skornum skammti fyrir alla á svæðinu. Sólveig telur neyðaraðstoð þurfa að byrja strax og Rauði krossinn hefur fengið fyrsta farm af hjálpargögnum og við munum byrja okkar greiningu í dag, alveg ljóst að hjálparstofnanir munu biðja um frerkari fjárveitingar. Allir íbúar orðið fyrir persónulegum missi, starfsmenn RauðaKrossins á Grenada vinna allan sólarhringinn, hins vegar er ekki hægt að kalla á sjálfboðaðliða, þar sem samskiptakerfi liggur niðri. Á Ceyman-eyjum sviptust þök af húsum, tré rifnuðu upp með rótum, gríðarstórar flóðöldur mynduðust og þurftu margir eyjaskeggjar að flýja upp á húsþök til að komast undan vatnsflaumi fellibylsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×