Sport

Tap gegn Ungverjum

Íslenska U-21 árs landsliðið í knattspyrnu náði ekki að fylgja eftir góðum sigri á Búlgörum á föstudag er þeir mættu Ungverjum ytra. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Ungverja og kom sigurmarkið fimm sekúndum áður en venjulegur leiktími rann út. Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar í leiknum enda fékk Framarinn Gunnar Þór Gunnarsson að líta rauða spjaldið á 17. mínútu leiksins. Það varð síðan jafnt í liðum á nýjan leik er hálftími lifði leiks en þá fékk einn Ungverji að líta rauða spjaldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×