Sport

Fá ekki landgönguleyfi

Fimm leikmenn palestínska fótboltalandsliðsins fengu ekki landgönguleyfi í Ísrael fyrir leik liðsins gegn Úsbekistan sem háður verður í kvöld. Af öryggisástæðum fara allir heimaleikir Palestínumanna fram í Qatar í Ísrael. "Þetta er mjög mikið vandamál," sagði Tayseer Baraka, starfsmaður palestínska fótboltasambandsins. "Þeir hafa ítrekað reynt að komast yfir landamærin en alltaf verið sendir til baka. Leikurinn er í kvöld og þeir eru búnir að gefast upp á þessu." Að sögn Alfred Riedl, þjálfara Palestínumanna, var hæpið að leikmennirnir fimm gætu leikið í kvöld. "Við rétt náum í lið með þessu áframhaldi," sagði Riedl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×