Sport

Maradona úrskrifaður úr meðferð

Diego Maradona var útskrifaður af meðferðarheimili í Buenos Aires í gær. Maradona var lagður inn 18. maí eftir að hafa hnigið niður sökum öndunarerfiðleika. Maradona hefur lengi barist við flösu djöfulsins, kókaín, og sjaldan átt erindi sem erfiði. Hann var dæmdur í umsjá dómarans Norberto Garcia Vedia, sem er með í ráðum og tekur allar helstu ákvarðanir kappans. Vedia hefur samþykkt að Maradona útskrifist úr meðferðinni en segir þó að nánustu fjölskyldumeðlimir hans þurfi að samþykkja frekari hugmyndir. Maradona hefur óskað eftir að fara til Kúbu til áframhaldandi meðferðar og eru ættingjar hans ekki par hrifnir af því. "Ef fjölskyldan samþykkir það getur hann um frjálst höfuð strokið," sagði Vedia.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×