Sport

NBA-leikmaður handtekinn með byssu

Einkennisklæddur leynilögreglumaður stóð þrjá menn að verki í bíl sínum skjótandi úr skammbyssum út um rúður bílsins. Gerði hann lögreglu viðvart og voru mennirnir stoppaðir stuttu seinna. Þar á meðal var Rodney White, framherji Denver Nuggets í NBA-deildinni. Í bíl félaganna fundust nokkrar byssur auk hnífs. Þremenningarnir hafa allir verið kærðir fyrir ólöglegan vopnaburð og eiga sekt yfir höfði sér. White var valinn af Detroit Pistons í háskólavalinu 2001. Hann lék eitt ár með Pistons en var skipt til Denver Nuggets í janúar 2002. Hann skoraði 7,5 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og tók 2,3 fráköst. Ákæran kemur sér sérstaklega illa fyrir White en samningur hans við Nuggets er útrunninn og fáir sem kæra sig um að púkka uppá einhvern vandræðagrip. Þetta gæti reynst súr endir á stuttum ferli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×