Sport

Henin-Hardenne lá fyrir Petrov

Justin Henin-Hardenne féll úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær. Hún tapaði fyrir Nadiu Petrovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-3 og 6-2. Lindsay Davenport vann landa sinn Venus Williams, 7-5 og 6-4. Roger Federer frá Sviss komst auðveldlega áfram en andstæðingur hans varð að hætta vegna meiðsla. Andre Agassi lagði Armenann Sargis Sargsian, 6-3, 6-2 og 6-2. Agassi mætir Roger Federer í átta manna úrslitum. Á myndinni fagnar Nadia Petrova sigrinum yfir Justin Henin-Hardenne.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×